Engar væntingar skiluðu okkur HM-titlinum 20. nóvember 2006 14:30 Marcello Lippi sagði starfi sínu sem landsliðsþjálfari Ítala lausu eftir HM. AFP Marcello Lippi, ítalski þjálfarinn sem stýrði þjóð sinni til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, segir að litlar væntingar hafi átt stærstan þátt í að Ítalir urðu heimsmeistarar. "Það var engin pressa á okkur og það hjálpaði gríðarlega," sagði Lippi við ítalska fjölmiðla í gær. "Við höfðum unnið Hollendinga 3-1 og Þjóðverja 4-1 í vináttuleikjum fyrir HM en samt hafði fólk ekki mikla trú á því að við gætum náð langt. Fyrir vikið mættu leikmenn afslappaðri til leiks og við gátum spilað okkar fótbolta eins og við gerum best." Lippi sagði einnig að sigurinn gegn Ástralíu í 8-liða úrslitum hafi verið vendipunkturinn í keppninni. "10 leikmenn voru eftir inni á vellinum og það stefndi allt í framlengingu. Þá kom Fabio Grosso og skoraði markið sem ég tel að hafa verið það mikilvægasta í keppninni. Þessi sigur gaf okkur mikinn andlegan styrk," sagði Lippi en ítrekaði að hann hefði sjálfur gert afar lítið til að mynda þann sterka liðsanda sem ítalska liðið þótti búa yfir á meðan HM stóð yfir. "Leikmennirnir voru sífellt að ræða sín á milli um hvernig þetta væri tækifæri sem ekki væri hægt að láta sér úr greipum ganga. Ég þurfti ekki að minna þá á hversu gott tækifæri þetta var. Við vorum með frábært lið og mórallinn á þessum tíma var einstakur. Ég vissi alltaf að við myndum ná árangri við þessar aðstæður," sagði Lippi. Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Marcello Lippi, ítalski þjálfarinn sem stýrði þjóð sinni til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, segir að litlar væntingar hafi átt stærstan þátt í að Ítalir urðu heimsmeistarar. "Það var engin pressa á okkur og það hjálpaði gríðarlega," sagði Lippi við ítalska fjölmiðla í gær. "Við höfðum unnið Hollendinga 3-1 og Þjóðverja 4-1 í vináttuleikjum fyrir HM en samt hafði fólk ekki mikla trú á því að við gætum náð langt. Fyrir vikið mættu leikmenn afslappaðri til leiks og við gátum spilað okkar fótbolta eins og við gerum best." Lippi sagði einnig að sigurinn gegn Ástralíu í 8-liða úrslitum hafi verið vendipunkturinn í keppninni. "10 leikmenn voru eftir inni á vellinum og það stefndi allt í framlengingu. Þá kom Fabio Grosso og skoraði markið sem ég tel að hafa verið það mikilvægasta í keppninni. Þessi sigur gaf okkur mikinn andlegan styrk," sagði Lippi en ítrekaði að hann hefði sjálfur gert afar lítið til að mynda þann sterka liðsanda sem ítalska liðið þótti búa yfir á meðan HM stóð yfir. "Leikmennirnir voru sífellt að ræða sín á milli um hvernig þetta væri tækifæri sem ekki væri hægt að láta sér úr greipum ganga. Ég þurfti ekki að minna þá á hversu gott tækifæri þetta var. Við vorum með frábært lið og mórallinn á þessum tíma var einstakur. Ég vissi alltaf að við myndum ná árangri við þessar aðstæður," sagði Lippi.
Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira