Valgerður Bergsdóttir fær heiðursverðlaun Myndstefs 21. nóvember 2006 17:15 Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári. Valgerður er jafnframt heiðruð fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistamaður. Innan Myndstefs eru fjórtán hundruð listamenn í sex aðildarfélögum. Gluggarnir í Reykholtskirkju eru fjórir talsins og lokið var við að koma þeim fyrir á 10 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju í sumar, að því er fram kemur í frétt Skessuhorns í júlí. Árið 1992 var efnt til samkeppni um steinda glugga í kirkjunni og var Valgerður Bergsdóttir hlutskörpust. Mótív glugganna er annars vegar Jóhannesarguðspjall og hins vegar Sólarljóð. Gluggarnir eru mjög sérstakir enda eru ekki eiginlegir litir í þeim, aðeins mismunandi gegnsætt gler blandað málmum. Gluggarnir breyta því litum eftir því hvernig birtan fellur á þá og má því segja að það séu margir gluggar í hverjum. Þess má geta að þýska fyrirtækið sem framleiðir gluggana hefur verið að störfum í 150 ár og m.a. séð um gluggana í hinni frægu Kölnardómkirkju. Glermeistarinn þýski fullyrti að hann hefði hvergi séð aðra eins litasamsetningu og fékk leyfi til að birta mynd af gluggunum í bók sem gefin verður út vegna afmælis fyrirtækisins. Í júlí árið 2003 var stafngluggunum tveimur komið fyrir og voru þeir gjöf frú Margrétar Þ. Garðarsdóttur til minningar um eiginmann hennar Halldór H. Jónsson arkitekt, en sonur þeirra Garðar Halldórsson húsasmíðameistari ríkisins teiknaði Reykholtskirkju - Snorrastofu. Efnt var til fjársöfnunar til að koma hinum tveimur gluggunum upp. Innlent Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári. Valgerður er jafnframt heiðruð fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistamaður. Innan Myndstefs eru fjórtán hundruð listamenn í sex aðildarfélögum. Gluggarnir í Reykholtskirkju eru fjórir talsins og lokið var við að koma þeim fyrir á 10 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju í sumar, að því er fram kemur í frétt Skessuhorns í júlí. Árið 1992 var efnt til samkeppni um steinda glugga í kirkjunni og var Valgerður Bergsdóttir hlutskörpust. Mótív glugganna er annars vegar Jóhannesarguðspjall og hins vegar Sólarljóð. Gluggarnir eru mjög sérstakir enda eru ekki eiginlegir litir í þeim, aðeins mismunandi gegnsætt gler blandað málmum. Gluggarnir breyta því litum eftir því hvernig birtan fellur á þá og má því segja að það séu margir gluggar í hverjum. Þess má geta að þýska fyrirtækið sem framleiðir gluggana hefur verið að störfum í 150 ár og m.a. séð um gluggana í hinni frægu Kölnardómkirkju. Glermeistarinn þýski fullyrti að hann hefði hvergi séð aðra eins litasamsetningu og fékk leyfi til að birta mynd af gluggunum í bók sem gefin verður út vegna afmælis fyrirtækisins. Í júlí árið 2003 var stafngluggunum tveimur komið fyrir og voru þeir gjöf frú Margrétar Þ. Garðarsdóttur til minningar um eiginmann hennar Halldór H. Jónsson arkitekt, en sonur þeirra Garðar Halldórsson húsasmíðameistari ríkisins teiknaði Reykholtskirkju - Snorrastofu. Efnt var til fjársöfnunar til að koma hinum tveimur gluggunum upp.
Innlent Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira