Wuthering Heights 22. nóvember 2006 09:51 Silja Aðalsteinsdóttir og Bjartur bókaforlag hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna titilsins á þýðingu bókarinnar Wuthering Heights eftir Emily Brontë. "Eftir að ný þýðing Silju Aðalsteinsdóttur á hinni heimsfrægu skáldsögu Emily Brontë, Wuthering Heights, kom út í lok október hafa fjölmargir lesendur haft samband við útgáfuna. Bókin hefur hingað til verið þekkt á Íslandi undir titlinum Fýkur yfir hæðir en nýja þýðingin ber sama nafn og á frummálinu. Lesendur hafa furðað sig á þessu, og því vilja bókaforlagið Bjartur og þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Bókin Wuthering Heights eftir Emily Brontë kom út í íslenskri þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur árið 1951 og nefndist þá Fýkur yfir hæðir. Það er óneitanlega glæsilegur titill en þótti samt ekki hæfa þessari nýju þýðingu sögunnar. Meginástæða þess er sú að hann tengist ekki bókinni, er ekki þýðing á titli hennar eða vísar inn í hana. Þvert á móti vísar hann í alþekkt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, « Móðurást », og kallar ósjálfrátt fram myndir úr því. Í öðru lagi vegna þess að Wuthering Heights er eiginnafn, nafnið á býlinu sem er miðlægt í sögunni og eiginnöfn er ekki endilega venja að þýða. Oliver Twist heitir ekki Ólafur Teitsson hjá okkur. Nafnið á býlinu er óþýtt í gömlu þýðingunni, þar heitir það Wuthering Heights, titillinn er sjálfstætt viðhengi. Nafnið er útskýrt snemma í sögunni (bls. 6 í nýrri þýðingu) þar eð það er líka framandi fyrir enskumælandi fólk: "Býli Heathcliffs heitir Wuthering Heights eða Vindheimar. "Wuthering" er lýsingarorð bundið við þetta hérað og á við veðrahaminn á ákveðnum stað í stormviðri." Þýðandi fékk ótal uppástungur að íslensku nafni á býlinu - m.a. Alviðra, Vindheimar, Vindheiði, Veðravíti - en var ekki nógu ánægður með neina þeirra. Það varð því úr að leyfa upphaflegu heiti Emily Brontë að halda sér á nýju íslensku þýðingunni, enda erum við því alvön á 21. öldinni að taka við nöfnum á stöðum, fólki og verkum á erlendum tungumálum." Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Silja Aðalsteinsdóttir og Bjartur bókaforlag hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna titilsins á þýðingu bókarinnar Wuthering Heights eftir Emily Brontë. "Eftir að ný þýðing Silju Aðalsteinsdóttur á hinni heimsfrægu skáldsögu Emily Brontë, Wuthering Heights, kom út í lok október hafa fjölmargir lesendur haft samband við útgáfuna. Bókin hefur hingað til verið þekkt á Íslandi undir titlinum Fýkur yfir hæðir en nýja þýðingin ber sama nafn og á frummálinu. Lesendur hafa furðað sig á þessu, og því vilja bókaforlagið Bjartur og þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Bókin Wuthering Heights eftir Emily Brontë kom út í íslenskri þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur árið 1951 og nefndist þá Fýkur yfir hæðir. Það er óneitanlega glæsilegur titill en þótti samt ekki hæfa þessari nýju þýðingu sögunnar. Meginástæða þess er sú að hann tengist ekki bókinni, er ekki þýðing á titli hennar eða vísar inn í hana. Þvert á móti vísar hann í alþekkt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, « Móðurást », og kallar ósjálfrátt fram myndir úr því. Í öðru lagi vegna þess að Wuthering Heights er eiginnafn, nafnið á býlinu sem er miðlægt í sögunni og eiginnöfn er ekki endilega venja að þýða. Oliver Twist heitir ekki Ólafur Teitsson hjá okkur. Nafnið á býlinu er óþýtt í gömlu þýðingunni, þar heitir það Wuthering Heights, titillinn er sjálfstætt viðhengi. Nafnið er útskýrt snemma í sögunni (bls. 6 í nýrri þýðingu) þar eð það er líka framandi fyrir enskumælandi fólk: "Býli Heathcliffs heitir Wuthering Heights eða Vindheimar. "Wuthering" er lýsingarorð bundið við þetta hérað og á við veðrahaminn á ákveðnum stað í stormviðri." Þýðandi fékk ótal uppástungur að íslensku nafni á býlinu - m.a. Alviðra, Vindheimar, Vindheiði, Veðravíti - en var ekki nógu ánægður með neina þeirra. Það varð því úr að leyfa upphaflegu heiti Emily Brontë að halda sér á nýju íslensku þýðingunni, enda erum við því alvön á 21. öldinni að taka við nöfnum á stöðum, fólki og verkum á erlendum tungumálum."
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira