Ítalska dagblaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því í dag að einhver skörð verði væntanlega höggvin í stórlið AC Milan í vor, því þeir Paolo Maldini og Alessandro Corstacurta hallist að því að leggja skóna á hilluna. Þá er einnig reiknað með því að brasilíski bakvörðurinn Cafu sé að spila sína síðustu leiktíð með liðinu.