700 þúsund króna sekt fyrir illa meðferð á hrossum 23. nóvember 2006 12:45 Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar í hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru. Hann var jafnframt ákærður fyrir að hafa fjarlægt sjö hrossanna úr hesthúsi og síðan ítrekað neitað að greina héraðsdýralækni og lögreglu frá því hvar þau voru niðurkomin eftir að héraðsdýralæknir og yfirdýralæknir ákváðu að aflífa þau. Fram kemur í dómnum að allt frá því í febrúar 2004 fram til febrúar 2006 hafi ítrekað verið gerðar athugasemdir við aðbúnað hrossa hjá ákærða og taldi dómurinn sannað að ástand hrossanna ellefu hefði verið svo slæmt að að það varðaði við dýraverndunarlög. Hins vegar var maðurinn sýknaður af ákæru um að hafa fjarlægt sjö hrossanna þar sem verknaðarlýsing var ekki réttilega færð til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að maðurinn hefði ekki komist í kast við lögin áður en á móti kom að vanhöld á fóðrun, beit og aðbúnaði hefðu verið viðvarandi í þó nokkuð langan tíma áður en gripið var til þess að farga gripum. Þótti 700 þúsund króna sekt hæfileg refsing eða 34 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Jafnframt var farið fram á það að maðurinn yrði sviptur heimild til að eiga og halda búfénað ævilangt en á það var ekki fallist. Sjá dóm Héraðsdóms Suðurlands HÉR Hestar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar í hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru. Hann var jafnframt ákærður fyrir að hafa fjarlægt sjö hrossanna úr hesthúsi og síðan ítrekað neitað að greina héraðsdýralækni og lögreglu frá því hvar þau voru niðurkomin eftir að héraðsdýralæknir og yfirdýralæknir ákváðu að aflífa þau. Fram kemur í dómnum að allt frá því í febrúar 2004 fram til febrúar 2006 hafi ítrekað verið gerðar athugasemdir við aðbúnað hrossa hjá ákærða og taldi dómurinn sannað að ástand hrossanna ellefu hefði verið svo slæmt að að það varðaði við dýraverndunarlög. Hins vegar var maðurinn sýknaður af ákæru um að hafa fjarlægt sjö hrossanna þar sem verknaðarlýsing var ekki réttilega færð til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að maðurinn hefði ekki komist í kast við lögin áður en á móti kom að vanhöld á fóðrun, beit og aðbúnaði hefðu verið viðvarandi í þó nokkuð langan tíma áður en gripið var til þess að farga gripum. Þótti 700 þúsund króna sekt hæfileg refsing eða 34 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Jafnframt var farið fram á það að maðurinn yrði sviptur heimild til að eiga og halda búfénað ævilangt en á það var ekki fallist. Sjá dóm Héraðsdóms Suðurlands HÉR
Hestar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Sjá meira