HM timburmenn í Þýskalandi 23. nóvember 2006 17:30 Heimsmeistaramótið í Þýskalandi heppnaðist einstaklega vel eins og reiknað hafði verið með Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. Þó tæplega 40.000 áhorfendur mæti að meðaltali á hvern leik í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, eru ekki allir sammála um að knattspyrnan sé betri en áður og vísa menn þar til að mynda í verstu byrjun meistara Bayern Munchen í yfir þrjá áratugi. Þjóðverjar eiga enn fjögur lið í Evrópukeppnunum, þar sem mestar vonir eru ef til vill bundnar við skemmtilegt lið Werder Bremen en gömlu refina í Bayern Munchen. "Það vantar ekkert upp á stemminguna á pöllunum í ár, en það sama verður ef til vill ekki sagt um frammistöðu leikmanna á völlunum, " sagði Franz Beckenbeauer, sem veitti HM í Þýskalandi forstöðu. HM er enn með okkur, þó draumurinn endist ekki að eilífu," sagði "Keisarinn" en helsta von Þjóðverja á alþjóðasviðinu í dag er eftirvill ungt og skemmtilegt landsliðið sem náði prýðilegum árangri á HM og hefur ekki misst dampinn síðan. Á meðan knattspyrnan sjálf er ekki upp á sitt besta, gengur efnahagurinn mjög vel og það eina sem varpar skugga á knattspyrnuna í Þýskalandi í ár eru tíð ólæti á áhorfendapöllunum í landinu. Lögregla hefur haft í næg horn að líta í deildarkeppnum þar í vetur - þvert á annars mjög friðsælt heimsmeistaramót. Það er einmitt þess vegna sem Sepp Blatter, forseti FIFA, vill að stórum hluta þess 116 milljón dollara hagnaði sem kom í kassann af heimsmeistaramótinu verði varið í að efla löggæslu á knattspyrnuleikjum. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi eru mjög ósátt við þessar tillögur og vilja heldur að hagnaðinum verði dreift á stéttarfélög lögreglumanna - og ekki af ástæðulausu. Tvær milljónir gesta heimsóttu Þýskaland í tengslum við HM í sumar og þurftu lögregluyfirvöld í landinu að bera kostnaðinn af því að greiða löggæslumönnum hvorki meira né minna en 70.000 yfirvinnustundir til að halda friðinn. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. Þó tæplega 40.000 áhorfendur mæti að meðaltali á hvern leik í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, eru ekki allir sammála um að knattspyrnan sé betri en áður og vísa menn þar til að mynda í verstu byrjun meistara Bayern Munchen í yfir þrjá áratugi. Þjóðverjar eiga enn fjögur lið í Evrópukeppnunum, þar sem mestar vonir eru ef til vill bundnar við skemmtilegt lið Werder Bremen en gömlu refina í Bayern Munchen. "Það vantar ekkert upp á stemminguna á pöllunum í ár, en það sama verður ef til vill ekki sagt um frammistöðu leikmanna á völlunum, " sagði Franz Beckenbeauer, sem veitti HM í Þýskalandi forstöðu. HM er enn með okkur, þó draumurinn endist ekki að eilífu," sagði "Keisarinn" en helsta von Þjóðverja á alþjóðasviðinu í dag er eftirvill ungt og skemmtilegt landsliðið sem náði prýðilegum árangri á HM og hefur ekki misst dampinn síðan. Á meðan knattspyrnan sjálf er ekki upp á sitt besta, gengur efnahagurinn mjög vel og það eina sem varpar skugga á knattspyrnuna í Þýskalandi í ár eru tíð ólæti á áhorfendapöllunum í landinu. Lögregla hefur haft í næg horn að líta í deildarkeppnum þar í vetur - þvert á annars mjög friðsælt heimsmeistaramót. Það er einmitt þess vegna sem Sepp Blatter, forseti FIFA, vill að stórum hluta þess 116 milljón dollara hagnaði sem kom í kassann af heimsmeistaramótinu verði varið í að efla löggæslu á knattspyrnuleikjum. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi eru mjög ósátt við þessar tillögur og vilja heldur að hagnaðinum verði dreift á stéttarfélög lögreglumanna - og ekki af ástæðulausu. Tvær milljónir gesta heimsóttu Þýskaland í tengslum við HM í sumar og þurftu lögregluyfirvöld í landinu að bera kostnaðinn af því að greiða löggæslumönnum hvorki meira né minna en 70.000 yfirvinnustundir til að halda friðinn.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira