Erlent

Fjölskylda falsar tvo milljarða

Spurning hvort að eitthvað af þessu sé handverk fjölskyldunnar?
Spurning hvort að eitthvað af þessu sé handverk fjölskyldunnar? MYND/Vísir

Níu peningafalsarar voru í dag dæmdir í samtals 41 árs fangelsi fyrir að hafa ætlað að koma 14 milljónum punda, eða um tveimur milljörðum íslenskra króna, í umferð í Bretlandi. Breskir lögreglumenn segja að þetta sé stærsta peningafölsunarmál í sögu landsins og að hægt sé að rekja tvo þriðju af öllum fölsuðum seðlum sem lögreglan hefur lagt hald á á árinu til þeirra.

Fölsunargengið samanstóð af meðlimum einnar fjölskyldu og voru alls fjórir ættliðir í því og var hús langömmunnar meðal annars notað til þess að geyma peningaseðla. Náði lögreglan þeim í 20 samhæfðum aðgerðum víðsvegar um Bretland.

Fréttavefur Daily Mail skýrði frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×