Vogunarsjóðir gegn Stork 24. nóvember 2006 16:51 Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins. Sjóðirnir gera ennfremur kröfu um að hluthafar fái að taka afstöðu til fyrirtækjakaupa eða sölu á hluta fyrirtækisins sem nemur meira en 100 milljónum evra. Eignarhaldsfélagið LME, sem er í eigu Marels, Eyris og Landsbankans, á um 8% hlut í Stork. Marel hefur átt í óformlegum viðræðum við stjórnendur Stork um að kaupa þann hluta fyrirtækisins sem er í svipuðum rekstri og Marel, en stjórnendur Stork hafa einnig lýst vilja til að stækka þá rekstrareiningu, til dæmis með því að kaupa Marel. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að vogunarsjóðirnir tveir vilja kljúfa fyrirtækið upp og selja hluta þess. Þeir hafi haft betur í atkvæðagreiðslu á sérstökum hluthafafundi fyrir rúmum mánuði en stjórn félagsins hafnaði þeirri niðurstöðu nýlega. Greiningardeildin hefur eftir yfirlýsingu frá stjórn Stork í gær en þar ítrekaði hún andstöðu sína við hugmyndir um að skipta félaginu upp. Þar er m.a. haft eftir framkvæmdastjóra Stork að umrótið í kringum félagið haldi áfram og muni augljóslega hafa neikvæð áhrif á það. Centaurus og Paulson hóta því að fara með málið fyrir dóm verði stjórnin ekki við kröfum þeirra, að því er greiningardeildin segir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins. Sjóðirnir gera ennfremur kröfu um að hluthafar fái að taka afstöðu til fyrirtækjakaupa eða sölu á hluta fyrirtækisins sem nemur meira en 100 milljónum evra. Eignarhaldsfélagið LME, sem er í eigu Marels, Eyris og Landsbankans, á um 8% hlut í Stork. Marel hefur átt í óformlegum viðræðum við stjórnendur Stork um að kaupa þann hluta fyrirtækisins sem er í svipuðum rekstri og Marel, en stjórnendur Stork hafa einnig lýst vilja til að stækka þá rekstrareiningu, til dæmis með því að kaupa Marel. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að vogunarsjóðirnir tveir vilja kljúfa fyrirtækið upp og selja hluta þess. Þeir hafi haft betur í atkvæðagreiðslu á sérstökum hluthafafundi fyrir rúmum mánuði en stjórn félagsins hafnaði þeirri niðurstöðu nýlega. Greiningardeildin hefur eftir yfirlýsingu frá stjórn Stork í gær en þar ítrekaði hún andstöðu sína við hugmyndir um að skipta félaginu upp. Þar er m.a. haft eftir framkvæmdastjóra Stork að umrótið í kringum félagið haldi áfram og muni augljóslega hafa neikvæð áhrif á það. Centaurus og Paulson hóta því að fara með málið fyrir dóm verði stjórnin ekki við kröfum þeirra, að því er greiningardeildin segir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira