Vogunarsjóðir gegn Stork 24. nóvember 2006 16:51 Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins. Sjóðirnir gera ennfremur kröfu um að hluthafar fái að taka afstöðu til fyrirtækjakaupa eða sölu á hluta fyrirtækisins sem nemur meira en 100 milljónum evra. Eignarhaldsfélagið LME, sem er í eigu Marels, Eyris og Landsbankans, á um 8% hlut í Stork. Marel hefur átt í óformlegum viðræðum við stjórnendur Stork um að kaupa þann hluta fyrirtækisins sem er í svipuðum rekstri og Marel, en stjórnendur Stork hafa einnig lýst vilja til að stækka þá rekstrareiningu, til dæmis með því að kaupa Marel. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að vogunarsjóðirnir tveir vilja kljúfa fyrirtækið upp og selja hluta þess. Þeir hafi haft betur í atkvæðagreiðslu á sérstökum hluthafafundi fyrir rúmum mánuði en stjórn félagsins hafnaði þeirri niðurstöðu nýlega. Greiningardeildin hefur eftir yfirlýsingu frá stjórn Stork í gær en þar ítrekaði hún andstöðu sína við hugmyndir um að skipta félaginu upp. Þar er m.a. haft eftir framkvæmdastjóra Stork að umrótið í kringum félagið haldi áfram og muni augljóslega hafa neikvæð áhrif á það. Centaurus og Paulson hóta því að fara með málið fyrir dóm verði stjórnin ekki við kröfum þeirra, að því er greiningardeildin segir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins. Sjóðirnir gera ennfremur kröfu um að hluthafar fái að taka afstöðu til fyrirtækjakaupa eða sölu á hluta fyrirtækisins sem nemur meira en 100 milljónum evra. Eignarhaldsfélagið LME, sem er í eigu Marels, Eyris og Landsbankans, á um 8% hlut í Stork. Marel hefur átt í óformlegum viðræðum við stjórnendur Stork um að kaupa þann hluta fyrirtækisins sem er í svipuðum rekstri og Marel, en stjórnendur Stork hafa einnig lýst vilja til að stækka þá rekstrareiningu, til dæmis með því að kaupa Marel. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að vogunarsjóðirnir tveir vilja kljúfa fyrirtækið upp og selja hluta þess. Þeir hafi haft betur í atkvæðagreiðslu á sérstökum hluthafafundi fyrir rúmum mánuði en stjórn félagsins hafnaði þeirri niðurstöðu nýlega. Greiningardeildin hefur eftir yfirlýsingu frá stjórn Stork í gær en þar ítrekaði hún andstöðu sína við hugmyndir um að skipta félaginu upp. Þar er m.a. haft eftir framkvæmdastjóra Stork að umrótið í kringum félagið haldi áfram og muni augljóslega hafa neikvæð áhrif á það. Centaurus og Paulson hóta því að fara með málið fyrir dóm verði stjórnin ekki við kröfum þeirra, að því er greiningardeildin segir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira