Ný útgáfa af Opera Mini kom út í dag 28. nóvember 2006 10:37 Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gaf í dag út nýja útgáfu af Opera-vafranum, Opera Mini 3.0 fyrir farsíma. Með vafranum geta farsímanotendur meðal annars deilt með sér stafrænum ljósmyndum, bloggað og farið á netbanka. Vafrinn þykir afar hentugur fyrir einfaldari gerðir farsíma. Í tilkynningu frá Opera Software í dag segir að sérstakur netþjónn sníði vefsíður farsímanotendanna til áður en þeir sækja þær og en það gerir farsímanotendum kleift að rápa um netið og skrifa tölvupósta án þess að nota dýra farsíma. Þá hefur öryggi vafrans verið aukið til muna. Christen Krogh, aðstoðarforstjóri Opera Software, segir dulkóðun vera í vafranum auk þess sem farsímanotendur þurfa að slá inn sérstakt öryggisnúmer áður en þeir fara á netbanka sína. Slíku var ekki að skipta í eldri vöfrum fyrirtækisins fyrir farsíma. Að sögn Opera hafa um 8 milljóir farsímanotenda nýtt sér vafann sem sérstaklega er gerður fyrir farsíma frá því hann kom út í janúar á þessu ári og hafi 2 milljarða vefsíðna verið skoðaðar. Þá er haft eftir Jóni S. von Tetzchner, forstjóra fyrirtækisins, að hann telji vinsældir vafrans byggjast á því að hægt er að fara á Netið með ódýrum og tiltölulega einföldum farsímum og geti farsímanotendur farið á sömu vefsíður með símunum og þeir gera í heimilistölvunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gaf í dag út nýja útgáfu af Opera-vafranum, Opera Mini 3.0 fyrir farsíma. Með vafranum geta farsímanotendur meðal annars deilt með sér stafrænum ljósmyndum, bloggað og farið á netbanka. Vafrinn þykir afar hentugur fyrir einfaldari gerðir farsíma. Í tilkynningu frá Opera Software í dag segir að sérstakur netþjónn sníði vefsíður farsímanotendanna til áður en þeir sækja þær og en það gerir farsímanotendum kleift að rápa um netið og skrifa tölvupósta án þess að nota dýra farsíma. Þá hefur öryggi vafrans verið aukið til muna. Christen Krogh, aðstoðarforstjóri Opera Software, segir dulkóðun vera í vafranum auk þess sem farsímanotendur þurfa að slá inn sérstakt öryggisnúmer áður en þeir fara á netbanka sína. Slíku var ekki að skipta í eldri vöfrum fyrirtækisins fyrir farsíma. Að sögn Opera hafa um 8 milljóir farsímanotenda nýtt sér vafann sem sérstaklega er gerður fyrir farsíma frá því hann kom út í janúar á þessu ári og hafi 2 milljarða vefsíðna verið skoðaðar. Þá er haft eftir Jóni S. von Tetzchner, forstjóra fyrirtækisins, að hann telji vinsældir vafrans byggjast á því að hægt er að fara á Netið með ódýrum og tiltölulega einföldum farsímum og geti farsímanotendur farið á sömu vefsíður með símunum og þeir gera í heimilistölvunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira