Fótbolti

Nýr skandall í uppsiglingu á Ítalíu?

Vincenzo Iaquinta er einn þeirra sem sakaðir eru um ólöglegt athæfi
Vincenzo Iaquinta er einn þeirra sem sakaðir eru um ólöglegt athæfi NordicPhotos/GettyImages

Svo gæti farið að annað stórt knattspyrnuhneyksli sé nú í uppsiglingu í ítalskri knattspyrnu en blaðið Gazzetta Dello Sport birti í dag nafnalista manna sem sakaðir eru um að hafa veðjað ólöglega á úrslit leikja á bilinu 1998-2005.

21 knattspyrnumaður er á listanum og þar á meðal er ítalski landsliðsmaðurinn Vincenzo Iaquinta hjá Udinese, Marek Jankulovski sem lék með Milan og Davide De Michele, leikmaður Palermo. Verði leikmennirnir fundnir sekir um ólöglegt athæfi gætu þeir átt á hættu að verða dæmdir í þung leikbönn og félög þeirra sektuð um háar upphæðir.

Öll veðmál tengd knattspyrnu eru komin á bannlista á Ítalíu, en fyrr í þessum mánuði vour leikmenn Sampdoria dæmdir til að greiða 200 þúsund evrur í sekt og taka út tveggja mánaða keppnisbann fyrir að veðmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×