Stórgæðingurinn Eldjárn frá Tjaldhólum hefur verið seldur en það voru Kristjón Benediktsson, Guðmundur Björgvinsson og kona hans Eva Dyröy sem keyptu klárinn af Guðjóni Steinarssyni. Eldjárn er hæst dæmdi stóðhestur í heimi og verður hann enn í þjálfun í Kirkjubæ hjá Guðmundi og Evu.
Kaupverð á klárnum er ekki gefið upp.