Olíubirgðir jukust í Bandaríkjunum 7. desember 2006 11:28 Greiningardeild Glitnis segir aukna eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum ásamt ágiskunum manna um að OPEC ríkin samþykki að minnka framleiðslu á fundi sínum þann 14. desember hafa valdið lítilsháttar hækkun á olíumarkaði undanfarna daga. Deildin segir í Morgunkorni sínu í dag að Bandaríkin séu stærsti kaupandi olíu í heiminum og því sé mikið horft í birgðastöðu og mögulega eftirspurn þar í landi þegar reynt sé að spá fyrir um olíuverð. Búist er við að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, minnki framleiðsluna um 500 þúsund tunnur á fundinum í desember. Til að setja það í samhengi þá framleiddu ríkin um 2,2 milljónir tunna á dag í októbermánuði. Í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins, sem birt var á miðvikudag, kemur fram að olíubirgðir í Bandaríkjunum minnkuðu nokkuð síðustu viku. Þrátt fyrir það eru þær 14% hærri en meðalbirgðir síðustu fimm ára. OPEC ríkin, sem framleiða um 40% af olíu í heiminum, samþykktu í síðasta mánuði að minnka framleiðslu um 1,2 milljónir tunna vegna aukinnar birgðastöðu og til að bregðast við verðlækkunum á heimsmarkaði. Heildarbirgðastaða í heiminum er 100 milljónir tunna meira nú en fyrir ári síðan samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti olíumála í Saudi Arabíu. Slíkar fréttir gefa til kynna að olíuverð eigi ekki eftir að hækka hratt á næstunni þrátt fyrir að leitnin gæti verið eitthvað upp á við. Greiningardeildin segir eftirspurn alla jafna vera mesta á fjórða og fyrsta fjórðungi ársins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Greiningardeild Glitnis segir aukna eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum ásamt ágiskunum manna um að OPEC ríkin samþykki að minnka framleiðslu á fundi sínum þann 14. desember hafa valdið lítilsháttar hækkun á olíumarkaði undanfarna daga. Deildin segir í Morgunkorni sínu í dag að Bandaríkin séu stærsti kaupandi olíu í heiminum og því sé mikið horft í birgðastöðu og mögulega eftirspurn þar í landi þegar reynt sé að spá fyrir um olíuverð. Búist er við að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, minnki framleiðsluna um 500 þúsund tunnur á fundinum í desember. Til að setja það í samhengi þá framleiddu ríkin um 2,2 milljónir tunna á dag í októbermánuði. Í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins, sem birt var á miðvikudag, kemur fram að olíubirgðir í Bandaríkjunum minnkuðu nokkuð síðustu viku. Þrátt fyrir það eru þær 14% hærri en meðalbirgðir síðustu fimm ára. OPEC ríkin, sem framleiða um 40% af olíu í heiminum, samþykktu í síðasta mánuði að minnka framleiðslu um 1,2 milljónir tunna vegna aukinnar birgðastöðu og til að bregðast við verðlækkunum á heimsmarkaði. Heildarbirgðastaða í heiminum er 100 milljónir tunna meira nú en fyrir ári síðan samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti olíumála í Saudi Arabíu. Slíkar fréttir gefa til kynna að olíuverð eigi ekki eftir að hækka hratt á næstunni þrátt fyrir að leitnin gæti verið eitthvað upp á við. Greiningardeildin segir eftirspurn alla jafna vera mesta á fjórða og fyrsta fjórðungi ársins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira