Söngleikurinn Um miðja nótt 3. janúar 2007 15:45 David Owe, sjónvarpsleikarinn kunni úr Erninum, leikur eitt fjögurra aðalhlutverka í Midt om natten mynd/Guðmundur Thai/Det Danske Teater Á gamlárskvöld var frumsýndur nýr danskur söngleikur, Midt om natten. Midt om natten var hljómplata sem kom út þann 24. nóvember 1983 og er mest selda plata í sögu Danmerkur. Talið er að hún finnist enn á meira en tíunda hverju heimili í Danmörku. Höfundur laganna og aðalflytjandi var Kim Larsen. Efni laganna var allt tengt pólitískri baráttu þessa tíma, íbúðartökufólki og baráttunni fyrir framtíð Kristjaníu. Skömmu eftir útgáfu plötunnar hafði Larsen samband við Erik Balling leikstjóra (79 af stöðinni, Matador, Olsen Banden) og varpaði þeirri hugmynd fram að gera kvikmynd eftir lögunum á plötunni sem varð úr: Midt om natten-kvikmyndin var frumsýnd ári síðar. Nú er Balling fallinn frá en Larsen heldur enn veldissprota sínum sem þjóðargersemi Dana: menn gera því ráð fyrir að söngleikurinn gangi vel. Þetta er dýrðaróður til baráttunnar um manngildi og frelsi, segir leikstjórinn Mikael Fock. Tónlistin er klingjandi rokk með elskulegum laglínum, þéttu undirspili og glæsilegum söng. Hér er borgarstjórnin í Höfn fjandmaðurinn, rokkararnir ráða öllu, og ungt fólk berst við atvinnuleysi. Fjarri eru mál innflytjenda. Fyrir bragðið er yfir sýningunni þrá eftir liðnum tíma. Sýningin er á Det Danske Teater. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem efni úr danskri kvikmynd kveikir söngleik - kvikmyndin Den eneste ene leiddi til söngleiks fyrir tveimur árum sem naut mikilla vinsælda í Danmörku. Hér á landi hefur danskur söngleikur ekki komið á svið síðan Þjóðleikhúsið setti Táningaást eftir Ernst Bruun Olsen á svið á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar en á fyrri hluta aldarinnar hafði dönsk dægurlagatónlist mikil áhrif hér á landi. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Á gamlárskvöld var frumsýndur nýr danskur söngleikur, Midt om natten. Midt om natten var hljómplata sem kom út þann 24. nóvember 1983 og er mest selda plata í sögu Danmerkur. Talið er að hún finnist enn á meira en tíunda hverju heimili í Danmörku. Höfundur laganna og aðalflytjandi var Kim Larsen. Efni laganna var allt tengt pólitískri baráttu þessa tíma, íbúðartökufólki og baráttunni fyrir framtíð Kristjaníu. Skömmu eftir útgáfu plötunnar hafði Larsen samband við Erik Balling leikstjóra (79 af stöðinni, Matador, Olsen Banden) og varpaði þeirri hugmynd fram að gera kvikmynd eftir lögunum á plötunni sem varð úr: Midt om natten-kvikmyndin var frumsýnd ári síðar. Nú er Balling fallinn frá en Larsen heldur enn veldissprota sínum sem þjóðargersemi Dana: menn gera því ráð fyrir að söngleikurinn gangi vel. Þetta er dýrðaróður til baráttunnar um manngildi og frelsi, segir leikstjórinn Mikael Fock. Tónlistin er klingjandi rokk með elskulegum laglínum, þéttu undirspili og glæsilegum söng. Hér er borgarstjórnin í Höfn fjandmaðurinn, rokkararnir ráða öllu, og ungt fólk berst við atvinnuleysi. Fjarri eru mál innflytjenda. Fyrir bragðið er yfir sýningunni þrá eftir liðnum tíma. Sýningin er á Det Danske Teater. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem efni úr danskri kvikmynd kveikir söngleik - kvikmyndin Den eneste ene leiddi til söngleiks fyrir tveimur árum sem naut mikilla vinsælda í Danmörku. Hér á landi hefur danskur söngleikur ekki komið á svið síðan Þjóðleikhúsið setti Táningaást eftir Ernst Bruun Olsen á svið á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar en á fyrri hluta aldarinnar hafði dönsk dægurlagatónlist mikil áhrif hér á landi.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira