Viðskipti innlent

Slúður og vangaveltur

Menn eru farnir að velta því fyrir sér hver næstu skref Baugs verði í Bretlandi og spá margir í framvinduna í hinni munaðarlausu verslanakeðju Woolworths. Þar heldur Baugur utan um þrettán prósenta hlut með beinum og óbeinum hætti.

Margir hallast að því að félagið selji annaðhvort allan þennan hlut eða reyni að taka Woolworths yfir með fulltingi annarra fjárfesta. Þá hefur Baugur verið orðaður við herrafatakeðjuna Moss Bros sem er að stærstum hluta í eigu járfestingafélagsins Unity sem er í eigu Baugs, Fl Group og Kevins Stanford. Sú keðja gæti fallið vel að Mosaic Fashions. Þá heyrast

einnig þær fréttir í bresku pressunni að Baugur beini spjótum sínum að sportvöruverslanakeðjunni JJB Sports.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×