Gróska í stjórnmálum – Uppreisn ungliðanna 1997 Hreinn Hreinsson skrifar 18. janúar 2007 00:01 Eftir kosningarnar árið 1995, þar sem vinstri flokkarnir gengu til kosninga í fjórum stjórnmálaflokkum og tryggðu þar með eigið valdaleysi með sundrungu sinni, kom upp sterk umræða um stöðu vinstri manna. Var það mat margra að nú skyldu jafnaðarmenn sameina kraftana líkt og gert hafði verið með Reykjavíkur-listanum árið 1994. Þá að vísu með fulltingi framsóknarmanna sem duttu út úr umræðunni eftir að hafa gengið til samstarfs við hægri menn í ríkisstjórn árið 1995. Þetta var mikil deigla og náði djúpt inn í flokkana alla. Ekki síst til unga fólksins sem sá ekki ástæðuna fyrir sundrungunni eða réttlætinguna fyrir hinni pólitísku skiptingu til vinstri. Samið skyldi vopnahlé í villta vinstrinu og hreyfingar sameinaðar. Í október árið 1996 hélt á fimmta tug ungs fólks af vinstri væng stjórnmálanna til Bifrastar í Borgarfirði til að funda um hvernig við gætum flýtt fyrir og ýtt á eftir sameiningu jafnaðarmanna. Ungir jafnaðarmenn og -konur úr öllum flokkum og utan þeirra. Flest vorum við starfandi í einhverjum flokkanna fjögurra sem runnu síðar inn í Samfylkinguna en nokkur fjöldi utan flokka meðal annars vegna vantrúar á þeim máttlitlu flokkum sem þarna voru á ferð. Vistin á Bifröst fór vel í fólk og ákveðið var að halda áfram samstarfi og gera tilraun til þess að brjóta niður flokkamúranna og ná samstöðu um helstu mál. Við höfnuðum flokkakerfinu og því afkáralega ástandi sem ríkti á vinstri vængnum. Jafnaðarmenn sundraðir og áhrifalausir að mestu. Sjálfstæðisflokkurinn drottnaði og deildi og Framsókn sat þversum á fjósbitanum og hallaði sér í þá átt sem betur var boðið hverju sinni. Kunnugleg staða? Við mynduðum óformlegan undirbúningshóp að stofnfundi samtaka sem skyldu taka við hlutverki ungliðahreyfinganna og vinna að sameiningu flokkanna. Við leigðum hæð á Laugavegi 103, opnuðum félagsmiðstöð, og skipulögðum af miklum krafti stofnun samtakanna sem hlutu nafnið Gróska. Fundurinn var haldinn þann 18. janúar í Loftkastalanum árið 1997. Í aðdraganda þess réðumst við í mikla fjölmiðlaútrás. Skrifuðum fjölda greina í blöðin sem þá voru; Alþýðublaðið, DV, Mogginn, Helgarpósturinn, Dagur/Tíminn og Vikublaðið. Fundurinn tókst feykivel. Troðfullur kastali og hundruð manna mættu til að sýna samstöðu í því að sameina flokkanna í einn. Teningunum er kastað voru vígorð okkar. Prentuðum þau á plaköt og dreifimiða sem við fórum með í skóla landsins og á marga vinnustaði og kaffihús, kappið var mikið. Mikil stemning myndaðist í kringum stofnun Grósku, fundað var nær hvern dag vikunnar, við opnuðum einn fyrsta bloggvef landsins groska.is og skrifuðum Hina opnu bók Grósku, sem ritstýrt var af Helga Hjörvar og Flosa Eiríkssyni, sem var okkar framlag til málefnasamstöðu jafnaðarmanna. Nokkur hópur fór síðan til London og vann með Verkamannaflokknum í kosningunum 1997 og er stundin þegar Tony Blair lýsti yfir sigri í Royal Festival Hall okkur öllum ógleymanleg. Að þekkja sigurstemmingu er öllum mikilvægt. Hápunkti náði starf Grósku með fundaherferð um allt land í október 1997 undir slagorðinu Gróska um land allt - sameiginlegt framboð 1999. Við fengum lánaðan jeppa hjá Ingvari Helgasyni og héldum á annan tug funda hringinn í kringum landið. Umræðan var mjög hávær og mikil pressa var á forystumönnum flokkanna. Þar var ríkur vilji fyrir hendi. Margrét Frímannsdóttir orðin formaður Alþýðubandalags, Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokks, Össur Skarphéðinsson þingmaður og ritstjóri var ákafur sameiningarsinni og ekki stóð á Jóhönnu Sigurðardóttur og Þjóðvaka eða Kvennalista. Þá var sætur sigur Reykjavíkurlistans og öflug staða Ingibjargar Sólrúnar í bakgrunni tíðarandans sem tákn fyrir árangurinn sem hægt var að ná legðum við jafnaðarmenn í fjórum flokkum kraftana saman. Hennar framlag var mikilvægt á þessum tíma. Björgvin G. SigurðssonÞetta er rifjað upp hér í tilefni af því að nú eru tíu ár liðin frá stofnun Grósku. Þeim tímamótum ber að fagna enda merkur áfangi í stjórnmálasögunni. Af því tilefni höldum við sem að stofnun Grósku stóðum ráðstefnu laugardaginn 20. janúar þar sem fjallað verður um stöðu jafnaðarmanna í dag. Er ferlinu lokið eða á eftir að sameina meira? Vörpum því upp og mörgu öðru laugardaginn 20. janúar á ráðstefnu sem hefst kl. 13.00 og verður haldin á Hallveigarstígnum, húsi Samfylkingarinnar. Við hvetjum allt Gróskufólk sem og alla áhugamenn um eflingu jafnaðarstefnunnar að líta við. Það hefur alltaf verið gaman á Gróskufundum. Höfundar eru stofnfélagar í Grósku - samtökum jafnaðarmanna, félagshyggjufólks og kvenfrelsissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar árið 1995, þar sem vinstri flokkarnir gengu til kosninga í fjórum stjórnmálaflokkum og tryggðu þar með eigið valdaleysi með sundrungu sinni, kom upp sterk umræða um stöðu vinstri manna. Var það mat margra að nú skyldu jafnaðarmenn sameina kraftana líkt og gert hafði verið með Reykjavíkur-listanum árið 1994. Þá að vísu með fulltingi framsóknarmanna sem duttu út úr umræðunni eftir að hafa gengið til samstarfs við hægri menn í ríkisstjórn árið 1995. Þetta var mikil deigla og náði djúpt inn í flokkana alla. Ekki síst til unga fólksins sem sá ekki ástæðuna fyrir sundrungunni eða réttlætinguna fyrir hinni pólitísku skiptingu til vinstri. Samið skyldi vopnahlé í villta vinstrinu og hreyfingar sameinaðar. Í október árið 1996 hélt á fimmta tug ungs fólks af vinstri væng stjórnmálanna til Bifrastar í Borgarfirði til að funda um hvernig við gætum flýtt fyrir og ýtt á eftir sameiningu jafnaðarmanna. Ungir jafnaðarmenn og -konur úr öllum flokkum og utan þeirra. Flest vorum við starfandi í einhverjum flokkanna fjögurra sem runnu síðar inn í Samfylkinguna en nokkur fjöldi utan flokka meðal annars vegna vantrúar á þeim máttlitlu flokkum sem þarna voru á ferð. Vistin á Bifröst fór vel í fólk og ákveðið var að halda áfram samstarfi og gera tilraun til þess að brjóta niður flokkamúranna og ná samstöðu um helstu mál. Við höfnuðum flokkakerfinu og því afkáralega ástandi sem ríkti á vinstri vængnum. Jafnaðarmenn sundraðir og áhrifalausir að mestu. Sjálfstæðisflokkurinn drottnaði og deildi og Framsókn sat þversum á fjósbitanum og hallaði sér í þá átt sem betur var boðið hverju sinni. Kunnugleg staða? Við mynduðum óformlegan undirbúningshóp að stofnfundi samtaka sem skyldu taka við hlutverki ungliðahreyfinganna og vinna að sameiningu flokkanna. Við leigðum hæð á Laugavegi 103, opnuðum félagsmiðstöð, og skipulögðum af miklum krafti stofnun samtakanna sem hlutu nafnið Gróska. Fundurinn var haldinn þann 18. janúar í Loftkastalanum árið 1997. Í aðdraganda þess réðumst við í mikla fjölmiðlaútrás. Skrifuðum fjölda greina í blöðin sem þá voru; Alþýðublaðið, DV, Mogginn, Helgarpósturinn, Dagur/Tíminn og Vikublaðið. Fundurinn tókst feykivel. Troðfullur kastali og hundruð manna mættu til að sýna samstöðu í því að sameina flokkanna í einn. Teningunum er kastað voru vígorð okkar. Prentuðum þau á plaköt og dreifimiða sem við fórum með í skóla landsins og á marga vinnustaði og kaffihús, kappið var mikið. Mikil stemning myndaðist í kringum stofnun Grósku, fundað var nær hvern dag vikunnar, við opnuðum einn fyrsta bloggvef landsins groska.is og skrifuðum Hina opnu bók Grósku, sem ritstýrt var af Helga Hjörvar og Flosa Eiríkssyni, sem var okkar framlag til málefnasamstöðu jafnaðarmanna. Nokkur hópur fór síðan til London og vann með Verkamannaflokknum í kosningunum 1997 og er stundin þegar Tony Blair lýsti yfir sigri í Royal Festival Hall okkur öllum ógleymanleg. Að þekkja sigurstemmingu er öllum mikilvægt. Hápunkti náði starf Grósku með fundaherferð um allt land í október 1997 undir slagorðinu Gróska um land allt - sameiginlegt framboð 1999. Við fengum lánaðan jeppa hjá Ingvari Helgasyni og héldum á annan tug funda hringinn í kringum landið. Umræðan var mjög hávær og mikil pressa var á forystumönnum flokkanna. Þar var ríkur vilji fyrir hendi. Margrét Frímannsdóttir orðin formaður Alþýðubandalags, Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokks, Össur Skarphéðinsson þingmaður og ritstjóri var ákafur sameiningarsinni og ekki stóð á Jóhönnu Sigurðardóttur og Þjóðvaka eða Kvennalista. Þá var sætur sigur Reykjavíkurlistans og öflug staða Ingibjargar Sólrúnar í bakgrunni tíðarandans sem tákn fyrir árangurinn sem hægt var að ná legðum við jafnaðarmenn í fjórum flokkum kraftana saman. Hennar framlag var mikilvægt á þessum tíma. Björgvin G. SigurðssonÞetta er rifjað upp hér í tilefni af því að nú eru tíu ár liðin frá stofnun Grósku. Þeim tímamótum ber að fagna enda merkur áfangi í stjórnmálasögunni. Af því tilefni höldum við sem að stofnun Grósku stóðum ráðstefnu laugardaginn 20. janúar þar sem fjallað verður um stöðu jafnaðarmanna í dag. Er ferlinu lokið eða á eftir að sameina meira? Vörpum því upp og mörgu öðru laugardaginn 20. janúar á ráðstefnu sem hefst kl. 13.00 og verður haldin á Hallveigarstígnum, húsi Samfylkingarinnar. Við hvetjum allt Gróskufólk sem og alla áhugamenn um eflingu jafnaðarstefnunnar að líta við. Það hefur alltaf verið gaman á Gróskufundum. Höfundar eru stofnfélagar í Grósku - samtökum jafnaðarmanna, félagshyggjufólks og kvenfrelsissinna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun