Alfreð Gíslason: Vinnum með góðri vörn 30. janúar 2007 00:01 Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM. Íslenska landsliðið tók létta æfingu í Colour Line höllinni í gærkvöldi eftir fjögurra tíma akstur frá Halle. Alfreð Gíslason var rólegur að sjá og hann gerir ráð fyrir jöfnum leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur og vonandi skemmtilegur. Ég tel þessi lið mjög áþekk að getu og Danirnir hafa hugsanlega aðeins meiri breidd en ég get samt ekki séð á mínum mönnum að þeir séu eitthvað þreyttir." "Boldsen hjá Dönunum hefur verið að spila frábærlega á þessu móti og ég þykist nú vita að hann sé í lélegra formi en margir af okkar leikmönnum. Ég held að úrslit leiksins muni ráðast á stemningu, dagsforminu og síðan vörn og markvörslu," sagði Alfreð en Roland Eradze verður tæplega með íslenska landsliðinu en hann er með mikil útbrot á líkamanum sem eru afleiðing ofnæmis sem ekki hefur enn verið greint. „Við verðum að standa vörnina gríðarlega vel og ef við gerum það þá er ég sannfærður um að við munum vinna þennan leik," sagði Alfreð sem hefur litlar áhyggjur af meiðslunum í hópnum. „Ég hef ekkert miklar áhyggjur af stöðu mála. Það eru smáatriði hjá mörgum en helsta áhyggjuefnið á þessari stundu er Róbert en ég taldi rétt að láta mynda hann svo við værum vissir með stöðuna á honum," sagði Alfreð. „Breiddin er að aukast hjá okkur og það er jákvætt og hjálpar okkur í þessum leik gegn Dönum. Ég er bjartsýnn og er viss um að úrslit ráðist á smáatriðum." Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM. Íslenska landsliðið tók létta æfingu í Colour Line höllinni í gærkvöldi eftir fjögurra tíma akstur frá Halle. Alfreð Gíslason var rólegur að sjá og hann gerir ráð fyrir jöfnum leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur og vonandi skemmtilegur. Ég tel þessi lið mjög áþekk að getu og Danirnir hafa hugsanlega aðeins meiri breidd en ég get samt ekki séð á mínum mönnum að þeir séu eitthvað þreyttir." "Boldsen hjá Dönunum hefur verið að spila frábærlega á þessu móti og ég þykist nú vita að hann sé í lélegra formi en margir af okkar leikmönnum. Ég held að úrslit leiksins muni ráðast á stemningu, dagsforminu og síðan vörn og markvörslu," sagði Alfreð en Roland Eradze verður tæplega með íslenska landsliðinu en hann er með mikil útbrot á líkamanum sem eru afleiðing ofnæmis sem ekki hefur enn verið greint. „Við verðum að standa vörnina gríðarlega vel og ef við gerum það þá er ég sannfærður um að við munum vinna þennan leik," sagði Alfreð sem hefur litlar áhyggjur af meiðslunum í hópnum. „Ég hef ekkert miklar áhyggjur af stöðu mála. Það eru smáatriði hjá mörgum en helsta áhyggjuefnið á þessari stundu er Róbert en ég taldi rétt að láta mynda hann svo við værum vissir með stöðuna á honum," sagði Alfreð. „Breiddin er að aukast hjá okkur og það er jákvætt og hjálpar okkur í þessum leik gegn Dönum. Ég er bjartsýnn og er viss um að úrslit ráðist á smáatriðum."
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira