Viðskipti innlent

Væntingarnar meiri en í fyrra

Væntingar íslenskra neytenda voru meiri í janúar í ár en í fyrra, sem var áður en erlendar bölsýnisspár um íslenska hagkerfið og bankana tröllriðu fjölmiðlum. Væntingavísitala Gallup mælist 128,6 stig og hefur reyndar lækkað örlítið frá því í desember, eða um tíu stig. Það er lítil lækkun sem hugsanlega má skrifa á janúardrunga landsmanna. Athygli vekur að þeir sem hafa 250 til 399 þúsund krónur í mánaðarlaun bera minni vonir í brjósti sér um framtíðina heldur en bæði þeir sem meira þéna og minna. Spurningin er hvort þetta sé ekki einmitt hópurinn sem hefur verið hvað duglegastur við að skuldsetja sig í neyslugleði þenslunnar sem skilar sér í svartsýninni nú.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×