Viðskipti innlent

Kýr slá líka Íslandsmet

Það voru ekki aðeins íslensku viðskiptabankarnir sem slógu hvert afkomumetið á fætur öðru á síðasta ári. Íslensku kýrnar virðast síst eftirbátar bankanna enda mjólkuðu þær sem aldrei fyrr á liðnu ári.

Í Bændablaðinu sem kom út í vikunni er fjallað um niður-stöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar í fyrra. Þar kemur fram að skýrslufærðar kýr hafa ekki verið fleiri í landinu í hundrað ár. Afurðir kúnna jukust um 102 kíló á milli ára og skilaði meðalkýrin 5.383 kílóum af sér í fyrra.

Blúnda 468 á Helluvaði á Rangárvöllum trónir á toppnum yfir afurðamestu kusurnar en hún skilaði 13.327 kílóum af mjólk í fyrra þrátt fyrir að hafa verið geld á fyrsta mánuði síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×