Viðskipti innlent

Lars varar við bjartsýni

Lars Christiensen varaði við því að Danir væru of bjartsýnir og vanmætu Íslendinga. Þessi Lars Christiensen talaði úr herbúðum danska handboltalandsliðsins og mælti þar af skynsemi. Alnafni hans, hagfræðingur hjá Danske Bank, stóð upp fyrir tæpu ári og var þá ómyrkur í máli og varaði við of mikilli bjartsýni á íslenska bankakerfið og efnahagslífið. Sá Lars situr nú í súpunni og nánast allar hans spár enn sem komið er verið þannig að þeir sem fylgt hafa rágjöfinni geta varla verið kátir. Bankauppgjörin nú eru tæpast til þess fallin að gera hrakspárnar líklegri, en Lars getur huggað sig við að enn sem komið er skilar Danske Bank meiri hagnaði en nokkur íslenskur banki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×