Viðskipti innlent

Finnskan meiri ögrun

Það vakti athygli á sínum tíma þegar Glitnir sem þá hét Íslandsbanki keypti norska BN bankann, að forstjórinn, Bjarni Ármannsson, mætti þar flugmælskur á norsku.

Jafnvel töldu menn sig heyra Guðbrandsdalsdíalekt hjá stjóranum. Reyndar mun Bjarni hafa leikið hlutverkið vel og ekki haft fullt vald á norskunni, en framburðurinn var vel æfður og góð tök á málinu innan seilingar. Síðan hefur Bjarni náð góðum tökum á norskunni. Nú keypti Glitnir í Finnlandi.

Finnskan er ókleifur hamar nema hörðustu tungumálagörpum og Bjarni treysti sér ekki til að ávarpa þarlenda á finnsku. Hann gat þó ekki stillt sig þegar hann kynnti starfsmönnum kaupin og mælti setningu á finnsku við upphaf þess fundar. Hann mun þó hafa haft á orði að finnskan væri meiri ögrun en norska og hann byggist ekki við að leika norska leikinn eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×