Grætt á friði og spekt 7. febrúar 2007 00:01 Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Það verða áhyggjulausar stundir á sundlaugarbarminum meðan maður sýgur í sig D-vítamínið úr sólinni og gengur aðeins og B-vítamínið með sötrinu. Þetta eru dásamlegir tímar. Bankarnir allir búnir að skila toppuppgjörum og svo kaupir Glitnir fyrirtæki í Finnlandi. Með kaupunum opnar bankinn austurgluggann og fær starfstöð í Moskvu. Þetta finnska apparat var ekki gefið, en mun skila sér með því að bankinn nýti samböndin til að byggja ofan á, auk þess sem það má alltaf gera bisness með þessu ríka eignastýringarliði sem fylgir með í kaupunum. Sennilega er allt fullt af Nokia-Finnum í stokknum sem hafa ekkert vit á peningum, en unnu í finnska þjóðarhappdrættinu þegar Nokia steig upp úr stígvélunum og fór að framleiða farsíma. Það bjó til alveg hrúgu af ríkum Finnum. Sama og hér hefur gerst með Actavis, Bakkavör og bankana sem hafa búið til íslenska milljónamæringa, eins og mig. Ég hef alltaf kunnað vel við Finna og verið þeirrar skoðunar að það sé gott fyrir Íslendinga að gera bisness með þeim. Þeir eru stóískir eins og við. Vita að „alt går åt helvete til slut“ og eru ekkert að kippa sér upp yfir smáatriðum. Svo kunna þeir að drekka og taka það með svipuðu trompi og við. Þetta er hið besta mál og þar við bætist að þegar Glitnir er búinn að kaupa, þá rísa væntingarnar á markaðnum um að næstu taki til óspilltra málanna. Ég spái því að Straumur taki næst til hendinni. Uppgjörið kom á óvart og var miklu betra, en búast mátti við. Greinilega á betri leið en ég hélt og með hrikalega mikið ónýtt eigið fé sem þeir hljóta að koma í betri vinnu á næstunni. Sennilega eigum við samt eftir að fá krónuna í veikingu á árinu, þannig að það er vissara að vera á vaktinni, en ég get örugglega slappað af í blíðunni hjá Bush sem vonandi hættir þessari vitleysu með Íran. Það eru alltaf einhverjir sem græða á stríði, en það er miklu skemmtilegra að græða á friði og spekt. Svona er maður nú siðferðilega innstilltur þrátt fyrir allt. Ég nennti til dæmis ekki að láta Steve Forbes trufla meltinguna hjá mér undir einhverjum dýrindis málsverðinum. Ég átti meira en svo fyrir því, en mér fannst bara einhvern veginn betra að dekra við sjálfan mig heima við. Opna dýrindis rauðvín og spegla mig í aðdáunarfullum augum konunnar meðan spekin rann upp úr mér. Forbes gat ómögulega toppað það. Svo var það líka miklu ódýrara. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Það verða áhyggjulausar stundir á sundlaugarbarminum meðan maður sýgur í sig D-vítamínið úr sólinni og gengur aðeins og B-vítamínið með sötrinu. Þetta eru dásamlegir tímar. Bankarnir allir búnir að skila toppuppgjörum og svo kaupir Glitnir fyrirtæki í Finnlandi. Með kaupunum opnar bankinn austurgluggann og fær starfstöð í Moskvu. Þetta finnska apparat var ekki gefið, en mun skila sér með því að bankinn nýti samböndin til að byggja ofan á, auk þess sem það má alltaf gera bisness með þessu ríka eignastýringarliði sem fylgir með í kaupunum. Sennilega er allt fullt af Nokia-Finnum í stokknum sem hafa ekkert vit á peningum, en unnu í finnska þjóðarhappdrættinu þegar Nokia steig upp úr stígvélunum og fór að framleiða farsíma. Það bjó til alveg hrúgu af ríkum Finnum. Sama og hér hefur gerst með Actavis, Bakkavör og bankana sem hafa búið til íslenska milljónamæringa, eins og mig. Ég hef alltaf kunnað vel við Finna og verið þeirrar skoðunar að það sé gott fyrir Íslendinga að gera bisness með þeim. Þeir eru stóískir eins og við. Vita að „alt går åt helvete til slut“ og eru ekkert að kippa sér upp yfir smáatriðum. Svo kunna þeir að drekka og taka það með svipuðu trompi og við. Þetta er hið besta mál og þar við bætist að þegar Glitnir er búinn að kaupa, þá rísa væntingarnar á markaðnum um að næstu taki til óspilltra málanna. Ég spái því að Straumur taki næst til hendinni. Uppgjörið kom á óvart og var miklu betra, en búast mátti við. Greinilega á betri leið en ég hélt og með hrikalega mikið ónýtt eigið fé sem þeir hljóta að koma í betri vinnu á næstunni. Sennilega eigum við samt eftir að fá krónuna í veikingu á árinu, þannig að það er vissara að vera á vaktinni, en ég get örugglega slappað af í blíðunni hjá Bush sem vonandi hættir þessari vitleysu með Íran. Það eru alltaf einhverjir sem græða á stríði, en það er miklu skemmtilegra að græða á friði og spekt. Svona er maður nú siðferðilega innstilltur þrátt fyrir allt. Ég nennti til dæmis ekki að láta Steve Forbes trufla meltinguna hjá mér undir einhverjum dýrindis málsverðinum. Ég átti meira en svo fyrir því, en mér fannst bara einhvern veginn betra að dekra við sjálfan mig heima við. Opna dýrindis rauðvín og spegla mig í aðdáunarfullum augum konunnar meðan spekin rann upp úr mér. Forbes gat ómögulega toppað það. Svo var það líka miklu ódýrara. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira