Grætt á friði og spekt 7. febrúar 2007 00:01 Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Það verða áhyggjulausar stundir á sundlaugarbarminum meðan maður sýgur í sig D-vítamínið úr sólinni og gengur aðeins og B-vítamínið með sötrinu. Þetta eru dásamlegir tímar. Bankarnir allir búnir að skila toppuppgjörum og svo kaupir Glitnir fyrirtæki í Finnlandi. Með kaupunum opnar bankinn austurgluggann og fær starfstöð í Moskvu. Þetta finnska apparat var ekki gefið, en mun skila sér með því að bankinn nýti samböndin til að byggja ofan á, auk þess sem það má alltaf gera bisness með þessu ríka eignastýringarliði sem fylgir með í kaupunum. Sennilega er allt fullt af Nokia-Finnum í stokknum sem hafa ekkert vit á peningum, en unnu í finnska þjóðarhappdrættinu þegar Nokia steig upp úr stígvélunum og fór að framleiða farsíma. Það bjó til alveg hrúgu af ríkum Finnum. Sama og hér hefur gerst með Actavis, Bakkavör og bankana sem hafa búið til íslenska milljónamæringa, eins og mig. Ég hef alltaf kunnað vel við Finna og verið þeirrar skoðunar að það sé gott fyrir Íslendinga að gera bisness með þeim. Þeir eru stóískir eins og við. Vita að „alt går åt helvete til slut“ og eru ekkert að kippa sér upp yfir smáatriðum. Svo kunna þeir að drekka og taka það með svipuðu trompi og við. Þetta er hið besta mál og þar við bætist að þegar Glitnir er búinn að kaupa, þá rísa væntingarnar á markaðnum um að næstu taki til óspilltra málanna. Ég spái því að Straumur taki næst til hendinni. Uppgjörið kom á óvart og var miklu betra, en búast mátti við. Greinilega á betri leið en ég hélt og með hrikalega mikið ónýtt eigið fé sem þeir hljóta að koma í betri vinnu á næstunni. Sennilega eigum við samt eftir að fá krónuna í veikingu á árinu, þannig að það er vissara að vera á vaktinni, en ég get örugglega slappað af í blíðunni hjá Bush sem vonandi hættir þessari vitleysu með Íran. Það eru alltaf einhverjir sem græða á stríði, en það er miklu skemmtilegra að græða á friði og spekt. Svona er maður nú siðferðilega innstilltur þrátt fyrir allt. Ég nennti til dæmis ekki að láta Steve Forbes trufla meltinguna hjá mér undir einhverjum dýrindis málsverðinum. Ég átti meira en svo fyrir því, en mér fannst bara einhvern veginn betra að dekra við sjálfan mig heima við. Opna dýrindis rauðvín og spegla mig í aðdáunarfullum augum konunnar meðan spekin rann upp úr mér. Forbes gat ómögulega toppað það. Svo var það líka miklu ódýrara. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Það verða áhyggjulausar stundir á sundlaugarbarminum meðan maður sýgur í sig D-vítamínið úr sólinni og gengur aðeins og B-vítamínið með sötrinu. Þetta eru dásamlegir tímar. Bankarnir allir búnir að skila toppuppgjörum og svo kaupir Glitnir fyrirtæki í Finnlandi. Með kaupunum opnar bankinn austurgluggann og fær starfstöð í Moskvu. Þetta finnska apparat var ekki gefið, en mun skila sér með því að bankinn nýti samböndin til að byggja ofan á, auk þess sem það má alltaf gera bisness með þessu ríka eignastýringarliði sem fylgir með í kaupunum. Sennilega er allt fullt af Nokia-Finnum í stokknum sem hafa ekkert vit á peningum, en unnu í finnska þjóðarhappdrættinu þegar Nokia steig upp úr stígvélunum og fór að framleiða farsíma. Það bjó til alveg hrúgu af ríkum Finnum. Sama og hér hefur gerst með Actavis, Bakkavör og bankana sem hafa búið til íslenska milljónamæringa, eins og mig. Ég hef alltaf kunnað vel við Finna og verið þeirrar skoðunar að það sé gott fyrir Íslendinga að gera bisness með þeim. Þeir eru stóískir eins og við. Vita að „alt går åt helvete til slut“ og eru ekkert að kippa sér upp yfir smáatriðum. Svo kunna þeir að drekka og taka það með svipuðu trompi og við. Þetta er hið besta mál og þar við bætist að þegar Glitnir er búinn að kaupa, þá rísa væntingarnar á markaðnum um að næstu taki til óspilltra málanna. Ég spái því að Straumur taki næst til hendinni. Uppgjörið kom á óvart og var miklu betra, en búast mátti við. Greinilega á betri leið en ég hélt og með hrikalega mikið ónýtt eigið fé sem þeir hljóta að koma í betri vinnu á næstunni. Sennilega eigum við samt eftir að fá krónuna í veikingu á árinu, þannig að það er vissara að vera á vaktinni, en ég get örugglega slappað af í blíðunni hjá Bush sem vonandi hættir þessari vitleysu með Íran. Það eru alltaf einhverjir sem græða á stríði, en það er miklu skemmtilegra að græða á friði og spekt. Svona er maður nú siðferðilega innstilltur þrátt fyrir allt. Ég nennti til dæmis ekki að láta Steve Forbes trufla meltinguna hjá mér undir einhverjum dýrindis málsverðinum. Ég átti meira en svo fyrir því, en mér fannst bara einhvern veginn betra að dekra við sjálfan mig heima við. Opna dýrindis rauðvín og spegla mig í aðdáunarfullum augum konunnar meðan spekin rann upp úr mér. Forbes gat ómögulega toppað það. Svo var það líka miklu ódýrara. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira