Verðlagseftirlit almennings Jón Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2007 05:00 Í tengslum við lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og tolla hinn 1. mars hefur viðskiptaráðuneytið efnt til viðræðna og samninga við ýmsa aðila sem tengjast eftirliti með verðlagsþróun í landinu. Mikil ástæða er til þess að allur almenningur fylgist líka vel með á næstunni – eins og reyndar endranær. Ekkert jafnast á við virkt verðlagseftirlit neytendanna sjálfra í búðunum. Að sama skapi geta almennir fjölmiðlar haft mjög mikið að segja. Alþýðusamband Íslands heldur uppi verðlagseftirliti og samanburðareftirliti með helstu matvöruverslunum í landinu. Nú hefur viðskiptaráðuneytið gert um það samning við verðlagseftirlit ASÍ að það geri sérstakt átak í þessum efnum á komandi vikum. Neytendasamtökin halda uppi margháttaðri þjónustu við almenning, bæði upplýsingamiðlun og kvartanaþjónustu. Viðskiptaráðuneytið hefur samning við Neytendasamtökin um þessa þjónustu, og nú hefur líka verið samið við þau um sérstakt átak á næstunni. Neytendastofa hefur fjölmörgum mikilvægum hlutverkum að gegna. Meðal annars hefur hún fylgst með verðlagi í veitingahúsum og gistiþjónustu. Nýlega gerði viðskiptaráðuneytið samning við neytendastofu um verkefni á þessu sviði á komandi vikum. Hagstofa Íslands fylgist með verðlagsþróuninni mánuð fyrir mánuð og eru upplýsingar frá henni almennt viðurkenndur grundvöllur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið um skeið unnið að athugun á samkeppnisaðstæðum í íslenskri smásölu- og dagverslun. Enn má nefna embætti talsmanns neytenda sem skiptir verulegu máli fyrir neytendavernd í landinu. En enn og aftur verður það ekki nægilega ítrekað að allur almenningur hefur mikilvægasta hlutverkinu að gegna á vettvangi verðlagseftirlits og annarra hagsmuna í þessum efnum. Mjög mikilvægt er að allur almenningur fylgist rækilega með og láti í sér heyra ef útlit verður fyrir að verslunin ætli að hirða til sín hlut af þeim skattalækkunum sem nú eru á döfinni. Verslunin á náttúrlega ekki að taka neitt út úr þessum breytingum því að það eru stjórnvöld og ríkissjóður sem standa fyrir þeim og kosta þær almenningi til hagsbóta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Í tengslum við lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og tolla hinn 1. mars hefur viðskiptaráðuneytið efnt til viðræðna og samninga við ýmsa aðila sem tengjast eftirliti með verðlagsþróun í landinu. Mikil ástæða er til þess að allur almenningur fylgist líka vel með á næstunni – eins og reyndar endranær. Ekkert jafnast á við virkt verðlagseftirlit neytendanna sjálfra í búðunum. Að sama skapi geta almennir fjölmiðlar haft mjög mikið að segja. Alþýðusamband Íslands heldur uppi verðlagseftirliti og samanburðareftirliti með helstu matvöruverslunum í landinu. Nú hefur viðskiptaráðuneytið gert um það samning við verðlagseftirlit ASÍ að það geri sérstakt átak í þessum efnum á komandi vikum. Neytendasamtökin halda uppi margháttaðri þjónustu við almenning, bæði upplýsingamiðlun og kvartanaþjónustu. Viðskiptaráðuneytið hefur samning við Neytendasamtökin um þessa þjónustu, og nú hefur líka verið samið við þau um sérstakt átak á næstunni. Neytendastofa hefur fjölmörgum mikilvægum hlutverkum að gegna. Meðal annars hefur hún fylgst með verðlagi í veitingahúsum og gistiþjónustu. Nýlega gerði viðskiptaráðuneytið samning við neytendastofu um verkefni á þessu sviði á komandi vikum. Hagstofa Íslands fylgist með verðlagsþróuninni mánuð fyrir mánuð og eru upplýsingar frá henni almennt viðurkenndur grundvöllur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið um skeið unnið að athugun á samkeppnisaðstæðum í íslenskri smásölu- og dagverslun. Enn má nefna embætti talsmanns neytenda sem skiptir verulegu máli fyrir neytendavernd í landinu. En enn og aftur verður það ekki nægilega ítrekað að allur almenningur hefur mikilvægasta hlutverkinu að gegna á vettvangi verðlagseftirlits og annarra hagsmuna í þessum efnum. Mjög mikilvægt er að allur almenningur fylgist rækilega með og láti í sér heyra ef útlit verður fyrir að verslunin ætli að hirða til sín hlut af þeim skattalækkunum sem nú eru á döfinni. Verslunin á náttúrlega ekki að taka neitt út úr þessum breytingum því að það eru stjórnvöld og ríkissjóður sem standa fyrir þeim og kosta þær almenningi til hagsbóta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun