Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

...
...
Viðskiptalífið á móti hvalveiðumHalveiðar eru þeim greinilega ofarlega í huga sem eru í viðskiptum og ljóst að þar telja margir hverjir meiri hagsmunum hafa verið fórnað fyrir minni þegar veiðarnar voru hafnar á ný á síðasta ári. Á þingi Viðskiptaráðs Íslands var í gær fjallað um ímynd landsins. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, sem þar var í pallborði, hafði orð á hvalveiðunum í því sambandi. Hann benti á að tæpast gæti verið gott fyrir ímynd Íslands að sýna myndir af ráðmönnum þjóðarinnar að skera hval þar sem mávarnir flygju yfir og skitu í kjötið. Stjörnuleikur viðskiptajöfraAnnars var létt yfir viðskiptaþinginu að þessu sinni og hjálpaði þar kannski til að milli þess sem ræður voru haldnar voru sýnd myndbrot þar sem lagt var út af vel þekktum auglýsingum „Ísland best í heimi" þar sem tveir spekingar mæra landið í eyru útlendings. Núna höfðu hins vegar framámenn í viðskiptum auk forsætisráðherra verið fengnir til að bregða á leik í eins „auglýsingum". Í lokin var svo farið að dæmi Spaugstofunnar og sýnd mistök í upptökum og dátt hlegið að leik Geir Haarde og Katrínu Andrésdóttur í Lýsi. Stór hlutverk léku líka þeir Jón Ásgeir Jóhanneson og Hannes Smárason.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×