Viðskipti innlent

Wahlroos blómstrar

Forstjóri Sampo, Björn Wahlroos, er á góðri leið með að verða mikilvægasti Íslandsvinurinn eftir kaup Exista í finnska fjármálafyrirtækinu. Wahlroos nýtur mikillar virðingar og er talinn áhrifamesti maður í finnsku viðskiptalífi. Bakgrunnur hans er um margt skemmtilegur, en hann var sannfærður stalínisti á árum áður. Hann var því í uppreisn gegn upprunanum en rætur hans liggja í rótgróinni borgarastétt. Faðir hans var meðal annars formaður finnska verslunarráðsins. Björn sneri heim til kapítalismans og hefur orðið nokkuð ágengt síðan. Wahlroos hefur verið heldur skeptískur á Íslendingana og verk að vinna að snúa honum. Það að það tókst að snúa honum frá Stalín er kannski merki um að verkefnið sé ekki vonlaust.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×