Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Handhæg stafræn framköllun

Síminn og Hans Petersen hafa skrifað undir samning um stafræna framköllun í kjölfar þess að Síminn markaðssetti þjónustuna Safnið í fyrra. Safnið er örugg geymsla fyrir ýmis rafræn gögn, en ljósmyndirnar þar er hægt að skoða bæði í tölvu og á sjónvarpsskjá auk fleiri möguleika.

Safnið er sagt uppfylla framtíðarsýn Símans um stafræna tilveru þar sem aukið virði fyrir viðskiptavini fyrirtækisins felist í að hafa öruggan aðgang að eigin gögnum í þeirri gátt sem best hentar hverju sinni. Með samstarfinu við Hans Petersen verður eftirleiðis hægt að senda stafrænu ljósmyndirnar í framköllun beint úr Safninu, ásamt því að fá þær sendar heim eða sækja í næsta útibú Hans Petersen.

Fleiri kostir í stöðunniÍ kynningu Símans á samstarfinu í gær segir að það muni auka enn gæði og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins í gegnum Safnið. Margir kannast hins vegar við og nota jafnvel aðra vinsæla vistunarkosti fyrir ljósmyndir á netinu. Má þar nefna netsamfélag á borð við Flickr, sem er í eigu Yahoo, eða Picasa ljósmyndavef Google. Á þeim bæjum hafa viðlíka samningar og Síminn gerði við Hans Petersen verið gerðir við framköllunarstofur í Bandaríkjunum og spurning hvort Hans Petersen gæti ekki líka hugað að því.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×