Kínverskar púðurkerlingar 7. mars 2007 09:36 Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. Ég geispaði einu sinni enn og sagði svo við hann að það væri óhollt að vakna svona snemma á morgnana. Ég er alveg sallarólegur yfir þessu kínverska pompi. Maður á aldrei að hoppa út á fyrsta skjálfta. Hann á að vera til þess að skoða málin nánar. Markaður kemur venjulega til baka eftir fyrsta fall og ef hann fellur þá fellur hann í annarri eða þriðju atrennu. Ég er með sterkari taugar en svo að ég fari á taugum yfir því að nokkrar taugaveiklaðar kínverskar púðurkerlingar springi. Ég hef lengi verið með fjárfestingar í Kína. Þetta verður sá markaður, ásamt Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, sem mun gefa mest af sér þegar horft er til lengri tíma. Það er líka alveg jafn ljóst að þessir markaðir munu sveiflast mikið og stundum mjög dramatískt. Ég er fæddur á ári drekans samkvæmt kínversku stjörnuspekinni og við erum fæddir til valda og forystu við drekarnir. Kína er í mínum huga áhyggjulausa ævikvöldið. Það verða 1,5 milljarðar manna sem munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að ég þurfi ekki að leita til Tryggingastofnunar í ellinni og get keypt mig fremst í röðina fyrir kransæðabæpassið. Nú er runnið upp ár svínsins og ég ætla ekki að sleppa því að halda áfram að flá feitan gölt á kínverska markaðnum. Það eina sem ég er hræddur við og gæti verið að þrengja á mér kransæðarnar, fyrir utan óhóf í mat og drykk og almenna sófaveru, er helvítis krónan. Ég bara treysti henni ekki. Ég er reyndar búinn að koma mér í jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð eins og allir hinir til að hagnast á krónunni, en einn tyrkneskur bömmer getur sett krónuna óþarflega langt niður. Það er eiginlega ekki búandi við slíkan andskota. Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af mér. Áhyggjurnar hef ég af hinum, því þrátt fyrir allt þá hugsa ég ekki bara um sjálfan mig. Ég stend mig meira að segja óafvitandi að því að hugsa töluvert um aðra. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. Ég geispaði einu sinni enn og sagði svo við hann að það væri óhollt að vakna svona snemma á morgnana. Ég er alveg sallarólegur yfir þessu kínverska pompi. Maður á aldrei að hoppa út á fyrsta skjálfta. Hann á að vera til þess að skoða málin nánar. Markaður kemur venjulega til baka eftir fyrsta fall og ef hann fellur þá fellur hann í annarri eða þriðju atrennu. Ég er með sterkari taugar en svo að ég fari á taugum yfir því að nokkrar taugaveiklaðar kínverskar púðurkerlingar springi. Ég hef lengi verið með fjárfestingar í Kína. Þetta verður sá markaður, ásamt Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, sem mun gefa mest af sér þegar horft er til lengri tíma. Það er líka alveg jafn ljóst að þessir markaðir munu sveiflast mikið og stundum mjög dramatískt. Ég er fæddur á ári drekans samkvæmt kínversku stjörnuspekinni og við erum fæddir til valda og forystu við drekarnir. Kína er í mínum huga áhyggjulausa ævikvöldið. Það verða 1,5 milljarðar manna sem munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að ég þurfi ekki að leita til Tryggingastofnunar í ellinni og get keypt mig fremst í röðina fyrir kransæðabæpassið. Nú er runnið upp ár svínsins og ég ætla ekki að sleppa því að halda áfram að flá feitan gölt á kínverska markaðnum. Það eina sem ég er hræddur við og gæti verið að þrengja á mér kransæðarnar, fyrir utan óhóf í mat og drykk og almenna sófaveru, er helvítis krónan. Ég bara treysti henni ekki. Ég er reyndar búinn að koma mér í jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð eins og allir hinir til að hagnast á krónunni, en einn tyrkneskur bömmer getur sett krónuna óþarflega langt niður. Það er eiginlega ekki búandi við slíkan andskota. Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af mér. Áhyggjurnar hef ég af hinum, því þrátt fyrir allt þá hugsa ég ekki bara um sjálfan mig. Ég stend mig meira að segja óafvitandi að því að hugsa töluvert um aðra. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira