Um ódýrar eftirlíkingar 8. mars 2007 05:00 Framsóknarmenn virðast hafa fyllst hreinni örvæntingu ef marka má yfirlýsingar þeirra á flokksþingi sínu um helgina. Þar kallast á rangfærslur og tilraunir til þess að eigna sér stefnumál annarra flokka, einkum Samfylkingarinnar. Í ræðu sinni hélt Jón Sigurðsson því fram að Framsóknarflokkurinn hefði átt frumkvæði að lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokkanna og takmörkun á auglýsingum. Þetta er makalaus fullyrðing í ljósi þess að Samfylkingin og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa barist fyrir lagasetningu af þessu tagi um árabil og það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem lagði til við formenn flokkanna fyrir áramótin að samkomulag yrði gert um takmarkanir á auglýsingum. Framsóknarmenn voru ekki tilbúnir í slíkt samkomulag þá fremur en Sjálfstæðisflokkurinn. Framsóknarflokkurinn samþykkti ýmsar ályktanir á flokksþingi sínu og margt kemur okkur jafnaðarmönnum þar kunnuglega fyrir sjónir. Þar má nefna gömul baráttumál okkar eins og jöfnun atkvæðisréttar, að hluta námslána verði breytt í styrki og afnám stimpilgjalda. Framsóknarmenn taka þessi mál nú upp á sína arma og allt í fínu með það. Það er hins vegar góð latína að geta heimilda þegar menn fá lánað frá öðrum. En því er ekki að heilsa, Jón Sigurðsson kvittar upp á lánið með því að saka aðra flokka um ódýrar eftirlíkingar! Það má Jón eiga að hann slær hér frumlegan tón en málflutningur hans verður seint talinn traustvekjandi. Framsóknarflokkurinn í félagi við Sjálfstæðisflokk ber ábyrgð á stuðningsyfirlýsingu við Íraksstríðið, yfirþyrmandi stóriðjustefnu, sviknum loforðum við eldri borgara og öryrkja, Byrgismáli, ofþenslu í efnahagslífinu sem leggur þungar byrðar á heimilin í landinu, himinháu húsnæðisverði og loks kosningaloforðum sem losa nú tæpa 400 milljarða króna og munu binda hendur næstu og þarnæstu ríkisstjórnar. Þessi frammistaða er ekki til fyrirmyndar og hverfandi hætta á eftirlíkingum enda flýja nú Framsóknarmenn flórinn og leita í smiðju okkar jafnaðarmanna. Verið velkomnir. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarmenn virðast hafa fyllst hreinni örvæntingu ef marka má yfirlýsingar þeirra á flokksþingi sínu um helgina. Þar kallast á rangfærslur og tilraunir til þess að eigna sér stefnumál annarra flokka, einkum Samfylkingarinnar. Í ræðu sinni hélt Jón Sigurðsson því fram að Framsóknarflokkurinn hefði átt frumkvæði að lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokkanna og takmörkun á auglýsingum. Þetta er makalaus fullyrðing í ljósi þess að Samfylkingin og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa barist fyrir lagasetningu af þessu tagi um árabil og það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem lagði til við formenn flokkanna fyrir áramótin að samkomulag yrði gert um takmarkanir á auglýsingum. Framsóknarmenn voru ekki tilbúnir í slíkt samkomulag þá fremur en Sjálfstæðisflokkurinn. Framsóknarflokkurinn samþykkti ýmsar ályktanir á flokksþingi sínu og margt kemur okkur jafnaðarmönnum þar kunnuglega fyrir sjónir. Þar má nefna gömul baráttumál okkar eins og jöfnun atkvæðisréttar, að hluta námslána verði breytt í styrki og afnám stimpilgjalda. Framsóknarmenn taka þessi mál nú upp á sína arma og allt í fínu með það. Það er hins vegar góð latína að geta heimilda þegar menn fá lánað frá öðrum. En því er ekki að heilsa, Jón Sigurðsson kvittar upp á lánið með því að saka aðra flokka um ódýrar eftirlíkingar! Það má Jón eiga að hann slær hér frumlegan tón en málflutningur hans verður seint talinn traustvekjandi. Framsóknarflokkurinn í félagi við Sjálfstæðisflokk ber ábyrgð á stuðningsyfirlýsingu við Íraksstríðið, yfirþyrmandi stóriðjustefnu, sviknum loforðum við eldri borgara og öryrkja, Byrgismáli, ofþenslu í efnahagslífinu sem leggur þungar byrðar á heimilin í landinu, himinháu húsnæðisverði og loks kosningaloforðum sem losa nú tæpa 400 milljarða króna og munu binda hendur næstu og þarnæstu ríkisstjórnar. Þessi frammistaða er ekki til fyrirmyndar og hverfandi hætta á eftirlíkingum enda flýja nú Framsóknarmenn flórinn og leita í smiðju okkar jafnaðarmanna. Verið velkomnir. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun