Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Hillir undir viðræðulokViðræður standa enn milli stjórna VBS fjárfestingarbanka og fjárfestingafélagsins FSP en þær hófust um miðjan febrúar. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri VBS, býst við að niðurstöður liggi fyrir öðru hvorum megin við helgina og er frekar bjartsýnn þótt ekkert liggi enn fyrir í þeim efnum. FSP, sem er í eigu flestra sparisjóðanna og Icebank, á um 36 prósent hlutafjár í VBS. Hagnaður VBS nam 192 milljónum króna í fyrra en ætla má að hagnaður FSP hafi verið um 550 milljónir króna. Skattar ræddir í Danaveldi

A.P. Møller-Mærsk, Carlsberg og Danisco, eru meðal danskra stórfyrirtækja sem ekki borga neinn fyrirtækjaskatt í Danmörku, hefur Berlingske Tidende eftir Kristian Jensen, ráðherra skattamála, í svari til danska þingsins. Fjögur fyrirtæki meðal 20 stærstu í Kaupmannahafnarkauphöllinni eru ekki sögð hafa borgað krónu í fyrirtækjaskatt árið 2005. Fimm önnur á sama lista eru samtals sögð hafa borgað 300 milljónir danskra króna, eða 3,5 milljarða íslenskra króna. Ellefu fyrirtækin sem eftir standa borguðu hins vegar 9,5 milljarða danskra króna í skatt, eða 112 milljarða íslenskra. Carlsberg skýrir þetta með miklum tekjum í útlöndum og þar sé skatturinn líka greiddur, auk þess sem mikið sé fjárfest utan Danmerkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×