Arður í sekkjum 14. mars 2007 03:15 Ég þarf að fara að gæta mín þegar ég sest niður og set fram kenningar. Þannig varð spekúlasjón mín um Kaupþing og Glitni til þess að Mogginn lagði undir mig forsíðuna. Geri aðrir betur. Þegar fréttin birtist var ég reyndar farinn að hafa talsverðar efasemdir um eigin kenningu. Þetta er samt fín kenning og engin ástæða til að kasta henni alveg frá sér. Annars er ég mest að því þessa dagana að taka á móti arði. Heilu hlössin af feitum arðgreiðslum streyma til mín. Það þýðir auðvitað að maður þarf að gera upp við sig hvernig maður endurfjárfestir þessu frjálsa sjóðflæði, eða hvort maður fer í Karíbahafið fyrir eitthvað af þessu. Ég hugsa að ég endurfjárfesti í einhverju. Allavega kaupir maður nýja stofnfjárhluti í SPRON fyrir arðinn. Dásamlegt hvað það hefur gengið hratt hjá manni að krækja í sjóðinn þar. Það hafa margir reynt að kaupa af mér stofnfjárhluti í sparisjóðum síðustu misserin, en ég hef alltaf sagt nei. Ég bætti frekar við mig og keypti hluti af ættingjum og vinum sem eru alltaf í lausafjárvandræðum og kunna ekkert með svona verðmæti að fara. Þannig að nú er maður að verða ansi hreint vel settur í sparisjóðafjölskyldunni. Gæti sennilega bara farið að gefa eitt stykki menningarhús svona einn og sjálfur án mikilla átaka. Annars er nú kúrsinn að öðru leyti settur á útlönd. Kaupa í fjármálageiranum í Skandinavíu og teika einhvern af þessum stóru íslensku fjárfestum. Ástandið fer að verða of hættulegt hér heima og ég myndi ekki vilja fara í langt sumarfrí þetta árið með stórar stöður innanlands og háður duttlungum íslensku krónunnar. Ég hugsa að ég haldi mig á evrusvæðinu í sumar. Þar er ódýrt að éta og drekka og veðrið betra en hér. Sleiki sólina sem glampar á gullinni evrumyntinni og læt líða úr mér eftir uppsveifluna og arðinn. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Ég þarf að fara að gæta mín þegar ég sest niður og set fram kenningar. Þannig varð spekúlasjón mín um Kaupþing og Glitni til þess að Mogginn lagði undir mig forsíðuna. Geri aðrir betur. Þegar fréttin birtist var ég reyndar farinn að hafa talsverðar efasemdir um eigin kenningu. Þetta er samt fín kenning og engin ástæða til að kasta henni alveg frá sér. Annars er ég mest að því þessa dagana að taka á móti arði. Heilu hlössin af feitum arðgreiðslum streyma til mín. Það þýðir auðvitað að maður þarf að gera upp við sig hvernig maður endurfjárfestir þessu frjálsa sjóðflæði, eða hvort maður fer í Karíbahafið fyrir eitthvað af þessu. Ég hugsa að ég endurfjárfesti í einhverju. Allavega kaupir maður nýja stofnfjárhluti í SPRON fyrir arðinn. Dásamlegt hvað það hefur gengið hratt hjá manni að krækja í sjóðinn þar. Það hafa margir reynt að kaupa af mér stofnfjárhluti í sparisjóðum síðustu misserin, en ég hef alltaf sagt nei. Ég bætti frekar við mig og keypti hluti af ættingjum og vinum sem eru alltaf í lausafjárvandræðum og kunna ekkert með svona verðmæti að fara. Þannig að nú er maður að verða ansi hreint vel settur í sparisjóðafjölskyldunni. Gæti sennilega bara farið að gefa eitt stykki menningarhús svona einn og sjálfur án mikilla átaka. Annars er nú kúrsinn að öðru leyti settur á útlönd. Kaupa í fjármálageiranum í Skandinavíu og teika einhvern af þessum stóru íslensku fjárfestum. Ástandið fer að verða of hættulegt hér heima og ég myndi ekki vilja fara í langt sumarfrí þetta árið með stórar stöður innanlands og háður duttlungum íslensku krónunnar. Ég hugsa að ég haldi mig á evrusvæðinu í sumar. Þar er ódýrt að éta og drekka og veðrið betra en hér. Sleiki sólina sem glampar á gullinni evrumyntinni og læt líða úr mér eftir uppsveifluna og arðinn. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira