Fyrir þá sem hafa áhuga á að hitta og spalla við danska blaðamenn er sumarið fínt tækifæri. Dönsku fríblöðin ráðgera að leggja niður útgáfu í tvær til fimm vikur í sumar.
Lífið í Danmörku í júlí er ljúft og þægilegt og búast má við því að fjöldi blaðamanna í reiðileysi sitji yfir krús í Nýhöfn eða á kaffihúsunum á Nýjatorgi. Reyndar er fleira að frétta úr danska fjölmiðlaheiminum en danska ríkisútvarpið hyggst spara þrjá milljarða á næstu þremur árum og er búist við að í því felist starfsmannafækkun upp á allt að 300 manns.