Viðskipti innlent

Í austurvegi

Eins og kemur annars staðar fram á síðunni meira en tvöfaldaðist hagnaður MP Fjárfestingarbanka á milli áranna 2005 og 2006. Bankinn hefur byggt upp víðtæka starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og opnaði útibú í Vilnius, höfuðborg Litháens, í upphafi ársins.

Bankinn hefur lagt áherslu á fjárfestingar á fjármálamörkuðum í Austur-Evrópu. Umsvif MP í austurvegi birtast strax þegar ársreikningur félagsins er skoðaður en hann er undirrtaður af sex íslenskum stjórnendum fyrirtækisins í Vilnius þann 15. mars.



Ekki jafnframandi og talið varSigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings hafði orð á nýlegri markaðsherferð bankans í ræðu sinni á aðalfundi hans í gær. Hann segir nafnið sem stórleikarinn John Cleese bögglast á í auglýsingum ekki jafnframandi erlendum tungum og margur gæti haldið, enda hafi leikarinn fljótlega komist upp á lagið með framburðinn. Forliðurinn KAUP og seinni hlutinn ÞING séu báðir af Norðurgermönskum orðstofni, og svo sé orðið „kaupa" líka þekkt í jafn óskildum málum og finnsku, svo sem í nafni finnska viðskiptablaðsins Kaupalehti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×