Þægindi á sporgöngu 21. mars 2007 00:01 Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Ég hef markvisst reynt að vinna gegn þeirri áráttu að taka viðmið mín frá öðrum. Mér hefur tekist það sæmilega enda þótt ég finni stöku sinnum fyrir kenndum eins og öfund og þórðargleði. Það tekur tíma að útrýma þeirri ranghugmynd að velgengi eins sé á minn kostnað. Sem part af þessari markvissu sjálfskoðun minni hef ég reynt að taka þátt í velgengni annarra. Með því einfaldlega að njóta hennar sjálfur. Þetta er skynsamleg stefnumörkun. Lógíkín er einföld. Maður byrjar á að velja þá sem manni finnast klárastir á markaði. Þeir eru nokkrir hér á landi sem betur fer. Trikkið er svo að kaupa eitthvað í félögum þeirra. Vegna þess að fleiri en ég sjá að þetta er klárt lið, þá myndast yfirleitt yfirverð á félögunum. Mér er frekar illa við yfirverð. Þetta klára lið hefur þann kost að vera svakalega vinnusamt líka. Þeir sitja því með sínu fólki og pæla sig rænulausa, leita tækifæra og greina þau. Svo er lagt í hann og byrjað að kaupa í félögum. Þá fer ég af stað og kaupi líka. Kannski á aðeins hærra verði en þeir, en það munar ekki neinu þegar horft er til þess að þeir hafa fjárfest gríðarlega í greiningunni, meðan ég lá upp í sófa og las skáldsögu. Verandi mikill tónlistarunnandi, þá skiptir hljómburður í græjum mig máli. Ég á frænda sem er græjufíkill. Þegar hann keypti sínar græjur, þá lá hann yfir fagtímaritum og fór inn á spjallþræði græjufíkla, þangað til hann fann græjurnar sem gáfu besta hljóminn miðað við verð. Ég fylgdist með þessu úr fjarlægð og keypti síðan eins græjur og hann. Ég er alsæll með kaupin og hljóminn. Svona á maður líka að hugsa í fjárfestingum. Þeir sem fremstir fara blotna í fæturna, en við sporgöngumenn göngum þurrum fótum. Þess vegna sit ég nú og kætist yfir því að Kaupþing sé komið með heimild til að eignast meira í Storebrand. Ætli þeir muni ekki á endanum kaupa bréfin mín líka. Þeir keyptu af mér Singer-bréfin og bréfin í JP Nordiska. Bakkavör keypti af mér bréf í Geest og svo mætti lengi telja. Þannig get ég tekið fullan þátt í gleði annarra og notið ávaxtanna dyggðum prýddur. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Ég hef markvisst reynt að vinna gegn þeirri áráttu að taka viðmið mín frá öðrum. Mér hefur tekist það sæmilega enda þótt ég finni stöku sinnum fyrir kenndum eins og öfund og þórðargleði. Það tekur tíma að útrýma þeirri ranghugmynd að velgengi eins sé á minn kostnað. Sem part af þessari markvissu sjálfskoðun minni hef ég reynt að taka þátt í velgengni annarra. Með því einfaldlega að njóta hennar sjálfur. Þetta er skynsamleg stefnumörkun. Lógíkín er einföld. Maður byrjar á að velja þá sem manni finnast klárastir á markaði. Þeir eru nokkrir hér á landi sem betur fer. Trikkið er svo að kaupa eitthvað í félögum þeirra. Vegna þess að fleiri en ég sjá að þetta er klárt lið, þá myndast yfirleitt yfirverð á félögunum. Mér er frekar illa við yfirverð. Þetta klára lið hefur þann kost að vera svakalega vinnusamt líka. Þeir sitja því með sínu fólki og pæla sig rænulausa, leita tækifæra og greina þau. Svo er lagt í hann og byrjað að kaupa í félögum. Þá fer ég af stað og kaupi líka. Kannski á aðeins hærra verði en þeir, en það munar ekki neinu þegar horft er til þess að þeir hafa fjárfest gríðarlega í greiningunni, meðan ég lá upp í sófa og las skáldsögu. Verandi mikill tónlistarunnandi, þá skiptir hljómburður í græjum mig máli. Ég á frænda sem er græjufíkill. Þegar hann keypti sínar græjur, þá lá hann yfir fagtímaritum og fór inn á spjallþræði græjufíkla, þangað til hann fann græjurnar sem gáfu besta hljóminn miðað við verð. Ég fylgdist með þessu úr fjarlægð og keypti síðan eins græjur og hann. Ég er alsæll með kaupin og hljóminn. Svona á maður líka að hugsa í fjárfestingum. Þeir sem fremstir fara blotna í fæturna, en við sporgöngumenn göngum þurrum fótum. Þess vegna sit ég nú og kætist yfir því að Kaupþing sé komið með heimild til að eignast meira í Storebrand. Ætli þeir muni ekki á endanum kaupa bréfin mín líka. Þeir keyptu af mér Singer-bréfin og bréfin í JP Nordiska. Bakkavör keypti af mér bréf í Geest og svo mætti lengi telja. Þannig get ég tekið fullan þátt í gleði annarra og notið ávaxtanna dyggðum prýddur. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira