Viðskipti innlent

Sælir eru kynbættir

Kyngreint sæði hefur óveruleg áhrif á framleiðslutengda þætti á kúabúum en hinn fjárhagslegi ávinningur kemur að mestu fram í auknum erfðaframförum. Þetta er á meðal þess sem doktorsnemi sagði í erindi á ársfundi danskra kúabænda á dögunum um kyngreint sæði og efnahagslega þýðingu þess.

Landssamband íslenskra kúabænda reifaði erindið í gær. Að ókostum ónefndum eru kostirnir þeir að burðarerfiðleikar hjá fyrsta kálfs kvígum minnkar þar sem hægt er að velja á þær naut sem gefur af sér smávaxna kálfa. Auk góðra áhrifa á dýrin hefur þetta ekki síður jákvæð áhrif á andlega líðan bænda, sem er ekki síður mikilvægt en fjárhagslegir þættir, að sögn Landssambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×