Eldfjallagarður á Reykjanesi? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 23. mars 2007 05:00 Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi. Reykjanesskaginn, allt norðaustur fyrir Þingvelli, landsvæðið hjá Eldgjá, Lakagígum og Langasjó og svo Ódáðahraun, Askja, Mývatn og Krafla eru lykillandsvæði í þessu tilliti. Eina stóra landsvæðið með öflugum plötuskilum eins og hér, er að finna á austurhorni Afríku, t.d. í Eritreu, en þar er þó meginland að klofna og því nokkur munur á. Á Reykjanesskaganum er þannig til orðið stórt og sérstætt, náttúrulegt útisafn um plötuskilaeldvirkni og jarðhnik, þ.e klofnun jarðskorpu og sig. Þessa sérstöðu Reykjanesskagans í námunda við helsta þéttbýli landsins á að nýta af skynsemi. Það má til dæmis gera með því að hlífa sumum jarðhitasvæðum við nýtingu og halda þeim óvirkjuðum, vernda gosmyndanir betur en gert hefur verið lengst af og hanna eldfjallagarð sem getur nýst mörgu fólki til fræðslu, jafnt leikum sem lærðum. Um hann hafa hugmyndir verið á kreiki í meira en áratug. Eldfjallagarðar, söfn eða upplýsingamiðstöðvar, eru til víða um heim. Sums staðar tengjast þeir sögunni, annars staðar er um mjög tækni- og vélvæddar miðstöðvar að ræða (sbr. Vulcania í Frakklandi) og enn annars staðar er fyrst og fremst náttúran sjálf látin „tala við" gestinn. Þannig háttar t.d. til í eldfjallagarði á austustu (og nýjustu) Hawaii-eyjunni þar sem samvaxnar, risastórar klasahraundyngjur eru enn eldvirkar ofan á heitum reit en fjarri plötuskilum. Ýmiss konar menjar basalteldvirkni eru þar mikilfenglegar og í meira en áratug hefur eldgos glatt augu gesta. Skýrir það að hluta heimsóknartölur upp á 3-4 milljónir gesta á ári en garðurinn er um 80 ára og sá þekktasti í heimi. Basalteldvirkni og dyngjugos eru vel þekkt t.d. á Galapagoseyjum, Reunion og víðar. Á Íslandi hafa dyngjugos verið algeng (stök gos og smáar dyngjur miðað við risana á Hawaii eða Galapagos) en hér auðga plötuskila-sprungueldgos myndina og einnig þróaðar megineldstöðvar af meginlandsgerð (sbr. Öræfajökul) eða með öskju (sbr. Grímsvötn), sem hinar eyjarnar státa ekki af. Af þessu leiðir að eldfjallagarðar eru ekki síður vænlegir hér en t.d. á Hawaii þótt þar komi til sérleg veðursæld, mikill ferðamannafjöldi og fjármagn sem ekki er hægt að líkja saman við það sem hér gerist. Lakagígar „Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi, segir meðal annars í greininni.“Nú hefur verið hafin alvöruumræða um eldfjallagarð á Reykjanesskaga. Gott er það. Slíkir þemagarðar eru stórir og fjölbreyttir, þarfnast litlu fleiri vega eða stíga en við þekkjum á nesinu en þeim mun meiri leiðbeininga, les- og myndefnis og merkinga. Auk þess bjóða bæirnir aðstöðu og við sögu koma fræðslutilboð á borð við Eldgjá í Svartsengi, fyrirhugaða fræðslusýningu (Orkuverið jörð) í nýja orkuverinu á Reykjanesi og það sem Orkuveita Reykjavíkur mun sýna á Hengilssvæðinu. Orkuverin sjálf eru auk þess hluti þemagarðs. Ef af eldfjallagarði verður á skaganum mætti síðar þróa sams konar garða á öðrum lykilsvæðum í landinu. Grunnhugmynd þemagarðs er hringleiðir þar sem menn aka, hjóla eða ganga fyrirfram gefna leið og skoða fyrirbæri undir beinni leiðsögn eða sjálfsleiðsögn (prentefni, DVD, smáspilarar, þ.e. i-pod með efni, eða smáskjáir). Ég hef t.d. rissað upp þrjá slíka hringi á Reykjanesskaga. Einn er á Reykjanes-Grindavíkursvæðinu, annar á miðbiki skagans og sá þriðji á Hengils-Þingvallasvæðinu. Auk þess tók ég frá ítarsvæði: Brennisteinsfjöll-Þríhnjúka, Trölladyngju-Sog-Keili og svæði við Búrfell-Kaldá-Helgafell. Auðvitað er hér ekki um að ræða hönnun, heldur hugmyndir til þess að sýna mætti landsvæðisins (pótensíal). Útfærsla á til þess bærum eldfjallagarði er ferli sem krefst athugana og yfirlegu, auk samvinnu margra aðila. Þannig mætti skipta skaganum í svæði sem til samans eru á við digra kennslubók varðandi plötuskrið, eldvirkni á landi og í sjó, jarðskorpuhreyfingar og jarðhita - með viðráðanlegum kostnaði. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og samtök geta sem best unnið að þessu í sameiningu. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi. Reykjanesskaginn, allt norðaustur fyrir Þingvelli, landsvæðið hjá Eldgjá, Lakagígum og Langasjó og svo Ódáðahraun, Askja, Mývatn og Krafla eru lykillandsvæði í þessu tilliti. Eina stóra landsvæðið með öflugum plötuskilum eins og hér, er að finna á austurhorni Afríku, t.d. í Eritreu, en þar er þó meginland að klofna og því nokkur munur á. Á Reykjanesskaganum er þannig til orðið stórt og sérstætt, náttúrulegt útisafn um plötuskilaeldvirkni og jarðhnik, þ.e klofnun jarðskorpu og sig. Þessa sérstöðu Reykjanesskagans í námunda við helsta þéttbýli landsins á að nýta af skynsemi. Það má til dæmis gera með því að hlífa sumum jarðhitasvæðum við nýtingu og halda þeim óvirkjuðum, vernda gosmyndanir betur en gert hefur verið lengst af og hanna eldfjallagarð sem getur nýst mörgu fólki til fræðslu, jafnt leikum sem lærðum. Um hann hafa hugmyndir verið á kreiki í meira en áratug. Eldfjallagarðar, söfn eða upplýsingamiðstöðvar, eru til víða um heim. Sums staðar tengjast þeir sögunni, annars staðar er um mjög tækni- og vélvæddar miðstöðvar að ræða (sbr. Vulcania í Frakklandi) og enn annars staðar er fyrst og fremst náttúran sjálf látin „tala við" gestinn. Þannig háttar t.d. til í eldfjallagarði á austustu (og nýjustu) Hawaii-eyjunni þar sem samvaxnar, risastórar klasahraundyngjur eru enn eldvirkar ofan á heitum reit en fjarri plötuskilum. Ýmiss konar menjar basalteldvirkni eru þar mikilfenglegar og í meira en áratug hefur eldgos glatt augu gesta. Skýrir það að hluta heimsóknartölur upp á 3-4 milljónir gesta á ári en garðurinn er um 80 ára og sá þekktasti í heimi. Basalteldvirkni og dyngjugos eru vel þekkt t.d. á Galapagoseyjum, Reunion og víðar. Á Íslandi hafa dyngjugos verið algeng (stök gos og smáar dyngjur miðað við risana á Hawaii eða Galapagos) en hér auðga plötuskila-sprungueldgos myndina og einnig þróaðar megineldstöðvar af meginlandsgerð (sbr. Öræfajökul) eða með öskju (sbr. Grímsvötn), sem hinar eyjarnar státa ekki af. Af þessu leiðir að eldfjallagarðar eru ekki síður vænlegir hér en t.d. á Hawaii þótt þar komi til sérleg veðursæld, mikill ferðamannafjöldi og fjármagn sem ekki er hægt að líkja saman við það sem hér gerist. Lakagígar „Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi, segir meðal annars í greininni.“Nú hefur verið hafin alvöruumræða um eldfjallagarð á Reykjanesskaga. Gott er það. Slíkir þemagarðar eru stórir og fjölbreyttir, þarfnast litlu fleiri vega eða stíga en við þekkjum á nesinu en þeim mun meiri leiðbeininga, les- og myndefnis og merkinga. Auk þess bjóða bæirnir aðstöðu og við sögu koma fræðslutilboð á borð við Eldgjá í Svartsengi, fyrirhugaða fræðslusýningu (Orkuverið jörð) í nýja orkuverinu á Reykjanesi og það sem Orkuveita Reykjavíkur mun sýna á Hengilssvæðinu. Orkuverin sjálf eru auk þess hluti þemagarðs. Ef af eldfjallagarði verður á skaganum mætti síðar þróa sams konar garða á öðrum lykilsvæðum í landinu. Grunnhugmynd þemagarðs er hringleiðir þar sem menn aka, hjóla eða ganga fyrirfram gefna leið og skoða fyrirbæri undir beinni leiðsögn eða sjálfsleiðsögn (prentefni, DVD, smáspilarar, þ.e. i-pod með efni, eða smáskjáir). Ég hef t.d. rissað upp þrjá slíka hringi á Reykjanesskaga. Einn er á Reykjanes-Grindavíkursvæðinu, annar á miðbiki skagans og sá þriðji á Hengils-Þingvallasvæðinu. Auk þess tók ég frá ítarsvæði: Brennisteinsfjöll-Þríhnjúka, Trölladyngju-Sog-Keili og svæði við Búrfell-Kaldá-Helgafell. Auðvitað er hér ekki um að ræða hönnun, heldur hugmyndir til þess að sýna mætti landsvæðisins (pótensíal). Útfærsla á til þess bærum eldfjallagarði er ferli sem krefst athugana og yfirlegu, auk samvinnu margra aðila. Þannig mætti skipta skaganum í svæði sem til samans eru á við digra kennslubók varðandi plötuskrið, eldvirkni á landi og í sjó, jarðskorpuhreyfingar og jarðhita - með viðráðanlegum kostnaði. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og samtök geta sem best unnið að þessu í sameiningu. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun