Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Toyota Japanski bílaframleiðandinn Toyota stefnir með hraðbyr að toppsætinu yfir umsvifamestu bílaframleiðendur í heimi.
Toyota Japanski bílaframleiðandinn Toyota stefnir með hraðbyr að toppsætinu yfir umsvifamestu bílaframleiðendur í heimi.
Toyota nálgast toppinnFramleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum. Toyota er næstumsvifamesti bílaframleiðandi í heimi og stefnir allt í að fyrirtækið taki toppsætið af bandaríska bílaframleiðandanum General Motors á næstu mánuðum. Þetta mun vera 28. mánuðurinn í röð sem framleiðsla á nýjum bílum eykst hjá Toyota. Japanarnir framleiddu rétt rúmlega 9 milljón bíla í fyrra og banka á dyrnar hjá Kananum sem framleiddi 9,18 milljón bíla á sama tíma. Steinn í götu fjárfestaSteinn var settur í götu fjárfesta sem lagt hafa fram yfirtökutilboð í ástralska flugfélagið Qantas undir lok síðustu viku þegar fjárfestingafélag sem fer með fjögur prósent í því felldi tilboðið. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 11,1 milljarða ástralskra dala, jafnvirði rúmlega 589 milljarða íslenskra króna. Salan á Qantas hefur verið hitamál í Ástralíu og verið mikið rætt á þingi. Stjórnvöld eru fylgjandi tilboðinu á meðan stjórnarandstöðuflokkarnir eru það ekki. Sama máli gegir um áströlsk verkalýðsfélög og þarlenda fjárfesta, sem fara með stóra hluti í Qantas.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×