Gengið til kosninga 31. mars 2007 06:00 Í dag kjósa Hafnfirðingar um heimild til stækkunar álvers Alcans í Straumsvík. Ljóst er að málið er stærra en svo að snerti Hafnfirðinga eina og sýnist sitt hverjum. Meira að segja Seðlabankinn hafði í nýjasta tölublaði Peningamála orð á áhrifunum af stækkun. Verði af stækkun (og komi til byggingar álvers í Helguvík) styrkist krónan, þensla eykst og stýrivextir verða háir lengur. Verði ekki stækkað gæti hins vegar krónan veikst, dýrtíð aukist og til að bregðast við verðbólgu, eru stýrivextir hækkaðir. Í umhverfi sem þessu er bankanum nokkur vorkunn, sagði viðmælandi blaðsins, en áréttaði um leið að trúlegast væri þarna um marklausa ofureinföldun að ræða. Kynlegt heiti á verslunÍ dag heldur ný lífsstílsverslun í Kópavogi opnunarhóf fyrir valinn hóp. Búðin er í Bæjarlind og segir í tilkynningu að um sé að ræða „stórglæsilega verslun með gjafavöru og vandaða íhluti fyrir heimilið". Ekki er ástæða til að efast um að þar sé allt satt og rétt. Heiti verslunarinnar vafðist hins vegar eilítið fyrir manni nokkrum sem á það stundum til að lesa í hluti með kynjagleraugum. Verslunin heitir „Hann - hún & heimilið" og velti viðkomandi fyrir sér merkingu bandstriksins. Sagði að hefði verið komma í staðinn væri líklegra að heimilið væri sameiginlegt hugðarefni kynjanna. Með bandstriki væri engu líkara en „hann" væri stakur, síðan kæmu „hún og heimilið". Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Í dag kjósa Hafnfirðingar um heimild til stækkunar álvers Alcans í Straumsvík. Ljóst er að málið er stærra en svo að snerti Hafnfirðinga eina og sýnist sitt hverjum. Meira að segja Seðlabankinn hafði í nýjasta tölublaði Peningamála orð á áhrifunum af stækkun. Verði af stækkun (og komi til byggingar álvers í Helguvík) styrkist krónan, þensla eykst og stýrivextir verða háir lengur. Verði ekki stækkað gæti hins vegar krónan veikst, dýrtíð aukist og til að bregðast við verðbólgu, eru stýrivextir hækkaðir. Í umhverfi sem þessu er bankanum nokkur vorkunn, sagði viðmælandi blaðsins, en áréttaði um leið að trúlegast væri þarna um marklausa ofureinföldun að ræða. Kynlegt heiti á verslunÍ dag heldur ný lífsstílsverslun í Kópavogi opnunarhóf fyrir valinn hóp. Búðin er í Bæjarlind og segir í tilkynningu að um sé að ræða „stórglæsilega verslun með gjafavöru og vandaða íhluti fyrir heimilið". Ekki er ástæða til að efast um að þar sé allt satt og rétt. Heiti verslunarinnar vafðist hins vegar eilítið fyrir manni nokkrum sem á það stundum til að lesa í hluti með kynjagleraugum. Verslunin heitir „Hann - hún & heimilið" og velti viðkomandi fyrir sér merkingu bandstriksins. Sagði að hefði verið komma í staðinn væri líklegra að heimilið væri sameiginlegt hugðarefni kynjanna. Með bandstriki væri engu líkara en „hann" væri stakur, síðan kæmu „hún og heimilið".
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira