Vinstri græn - umbúðalaus Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. apríl 2007 05:00 Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að kosningabaráttan verði jákvæð og skemmtileg, og ætlum þess vegna fremur að tala fyrir okkar áherslum og stefnumálum en að setja út á stefnumál annarra flokka. Auðvitað erum við óhrædd við að gagnrýna það sem aflaga hefur farið í samfélaginu síðustu ár, en við ætlum að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt svo að kjósendur hafi skýran valkost við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Þá leggjum við mikla áherslu á að reka hóflega kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að áhrif fjársterkra aðila í þjóðfélaginu á stjórnmálin geta verið hættuleg lýðræðinu. Kosningar mega aldrei snúast um að flokkarnir og stuðningsaðilar þeirra geti keypt sér stuðning kjósenda í gegnum auglýsingar. Þess vegna ætlum við að gæta hófs í auglýsingum, en leggja meiri áherslu á að koma okkar stefnumálum á framfæri á fundum, samkomum og spjalli við kjósendur. Við Vinstri græn erum stolt af umhverfisverndaráherslum okkar, og við fléttum þeim saman við allt sem við viljum gera. Í huga okkar er umhverfisvernd ekki afgangsstærð sem hægt er að hugsa um þegar allt annað hefur verið ákveðið. Kosningabaráttan okkar er engin undantekning á því. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umhverfið líði ekki fyrir að það er kosningavor, til dæmis með því að lágmarka kosningarusl á okkar vegum. Fyrst og fremst leggjum við Vinstri græn þó áherslu á að tala skýrt. Við viljum að kjósendur geti treyst því sem við segjum - að við komum til dyra eins og við erum klædd. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Við stóðum til dæmis semeinuð gegn stóriðjustefnunni og Kárahnjúkavirkjun þegar aðrir flokkar annaðhvort vildu eða þorðu ekki að láta í sér heyra. Hið sama má segja um tillögur okkar um róttækar aðgerðir í kvenfrelsismálum. Við viljum minni umbúðir og meira innihald. Við viljum frekar gæði en magn. Við erum óhrædd við að andæfa. Það er stemmning fyrir okkar rödd og hún verður sterk í vor! Höfundur er kosningastýra VG á höfuðborgarsvæðinu. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að kosningabaráttan verði jákvæð og skemmtileg, og ætlum þess vegna fremur að tala fyrir okkar áherslum og stefnumálum en að setja út á stefnumál annarra flokka. Auðvitað erum við óhrædd við að gagnrýna það sem aflaga hefur farið í samfélaginu síðustu ár, en við ætlum að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt svo að kjósendur hafi skýran valkost við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Þá leggjum við mikla áherslu á að reka hóflega kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að áhrif fjársterkra aðila í þjóðfélaginu á stjórnmálin geta verið hættuleg lýðræðinu. Kosningar mega aldrei snúast um að flokkarnir og stuðningsaðilar þeirra geti keypt sér stuðning kjósenda í gegnum auglýsingar. Þess vegna ætlum við að gæta hófs í auglýsingum, en leggja meiri áherslu á að koma okkar stefnumálum á framfæri á fundum, samkomum og spjalli við kjósendur. Við Vinstri græn erum stolt af umhverfisverndaráherslum okkar, og við fléttum þeim saman við allt sem við viljum gera. Í huga okkar er umhverfisvernd ekki afgangsstærð sem hægt er að hugsa um þegar allt annað hefur verið ákveðið. Kosningabaráttan okkar er engin undantekning á því. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umhverfið líði ekki fyrir að það er kosningavor, til dæmis með því að lágmarka kosningarusl á okkar vegum. Fyrst og fremst leggjum við Vinstri græn þó áherslu á að tala skýrt. Við viljum að kjósendur geti treyst því sem við segjum - að við komum til dyra eins og við erum klædd. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Við stóðum til dæmis semeinuð gegn stóriðjustefnunni og Kárahnjúkavirkjun þegar aðrir flokkar annaðhvort vildu eða þorðu ekki að láta í sér heyra. Hið sama má segja um tillögur okkar um róttækar aðgerðir í kvenfrelsismálum. Við viljum minni umbúðir og meira innihald. Við viljum frekar gæði en magn. Við erum óhrædd við að andæfa. Það er stemmning fyrir okkar rödd og hún verður sterk í vor! Höfundur er kosningastýra VG á höfuðborgarsvæðinu. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun