Ekki stíll KR að skora 61 stig í leik 2. apríl 2007 00:01 Tyson Patterson KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau eru samt að stríða mér. Stundum getum maður spilað í gegnum meiðslin en stundum ekki,” sagði Tyson sem skoraði aðeins 4 stig í þriðja leiknum. „Við verðum að vinna í kvöld. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var,” segir Tyson sem er ekkert farinn að hugsa um sumafríið. „Við höfum enn mikla trú á okkar liði. Við höfum verið í þessari stöðu áður og komum þá sterkir og baráttuglaðir til baka og unnum,” sagði Tyson en einn besti leikur KR-liðsins var einmitt í sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum. Með þeim sigri nældu KR-ingar sér í oddaleik á heimavelli og það er markmiðið í leiknum í kvöld. „Vörnin er góð en sóknarleikurinn hefur oft verið í tómu rugli. Brynjar er frábær leikmaður og bar okkur í síðasta leik en við þurfum meira framlag frá öllum liðinu, það þurfa fleiri að skora. Það er ekki stíll KR-liðsins að skora 61 stig því við erum vanir því að skora 80 eða 90 stig í leik,” segir Tyson sem er ekkert að skorast undan því að hann sjálfur þurfi að gera meira. „Við þurfum að fá meira af þessum auðveldu körfum úr hraðaupphlaupum. Fannar þarf að skora meira, ég þarf að skora meira líkt og JJ. Það að allir séu að skora er einn okkar helsti styrkur,” segir Tyson sem horfði upp á Justin Shouse skora sigurkörfuna í síðasta leik. „Ég vona að ég þurfi ekki að skora sigurkörfuna í kvöld því það er ekki stefnan að leikurinn verði svo jafn í lokin. Ég legg áherslu á að halda öllum inni í leiknum og láta boltann ganga. Þegar allir snerta boltann og allir eru með í sókninni þá erum við sterkastir. Við mætum fullir sjálfstrausts í Hólminn. Við vitum að við getum unnið þá. Þeir eru með gott lið en við vitum að okkar lið er betra,” sagði Tyson. Leikur Snæfells og KR hefst klukkan 19.15 en klukkan 20.00 spila Grindavík og Njarðvík í Grindavík og þar geta Íslandsmeistarar Njarðvíkur komist í lokaúrslitin með sigri. Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Það verður alltaf talað um hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Í beinni: ÍR - Stjarnan | Oddaleikur eða sumarfrí Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau eru samt að stríða mér. Stundum getum maður spilað í gegnum meiðslin en stundum ekki,” sagði Tyson sem skoraði aðeins 4 stig í þriðja leiknum. „Við verðum að vinna í kvöld. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var,” segir Tyson sem er ekkert farinn að hugsa um sumafríið. „Við höfum enn mikla trú á okkar liði. Við höfum verið í þessari stöðu áður og komum þá sterkir og baráttuglaðir til baka og unnum,” sagði Tyson en einn besti leikur KR-liðsins var einmitt í sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum. Með þeim sigri nældu KR-ingar sér í oddaleik á heimavelli og það er markmiðið í leiknum í kvöld. „Vörnin er góð en sóknarleikurinn hefur oft verið í tómu rugli. Brynjar er frábær leikmaður og bar okkur í síðasta leik en við þurfum meira framlag frá öllum liðinu, það þurfa fleiri að skora. Það er ekki stíll KR-liðsins að skora 61 stig því við erum vanir því að skora 80 eða 90 stig í leik,” segir Tyson sem er ekkert að skorast undan því að hann sjálfur þurfi að gera meira. „Við þurfum að fá meira af þessum auðveldu körfum úr hraðaupphlaupum. Fannar þarf að skora meira, ég þarf að skora meira líkt og JJ. Það að allir séu að skora er einn okkar helsti styrkur,” segir Tyson sem horfði upp á Justin Shouse skora sigurkörfuna í síðasta leik. „Ég vona að ég þurfi ekki að skora sigurkörfuna í kvöld því það er ekki stefnan að leikurinn verði svo jafn í lokin. Ég legg áherslu á að halda öllum inni í leiknum og láta boltann ganga. Þegar allir snerta boltann og allir eru með í sókninni þá erum við sterkastir. Við mætum fullir sjálfstrausts í Hólminn. Við vitum að við getum unnið þá. Þeir eru með gott lið en við vitum að okkar lið er betra,” sagði Tyson. Leikur Snæfells og KR hefst klukkan 19.15 en klukkan 20.00 spila Grindavík og Njarðvík í Grindavík og þar geta Íslandsmeistarar Njarðvíkur komist í lokaúrslitin með sigri.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Það verður alltaf talað um hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Í beinni: ÍR - Stjarnan | Oddaleikur eða sumarfrí Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik