Viðskipti innlent

Milljarðar fyrir BTC

Björgólfur Thor. Hlutur Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í búlgarska símafyrirtækinu BTC er metinn á allt að 173,8 milljarða íslenskar krónur.
Björgólfur Thor. Hlutur Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í búlgarska símafyrirtækinu BTC er metinn á allt að 173,8 milljarða íslenskar krónur. MYND/Vilhelm

Söluferli á 65 prósenta hlut Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar í búlgarska símafélaginu Bulgarian Telecommunication Company (BTC), lýkur í lok þessa mánaðar.

Fjórir bjóðendur hafa lagt fram tilboð í hlutinn en líklegustu kaupendur eru símfélögin Oger Telecom, sem er með höfuð­stöðvar í Dubai, og tyrkneska félagið Turcell. Aðrir bjóðendur eru fjárfestingarsjóðirnir Providence Equity Partner, Texas Pacific Group, Warburg Pincus og Mid Europa Partners.

Kaupverð er talið liggja í 1,65 til 1,96 milljörðum evra, jafnvirði 146,3 til 173,8 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×