Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Köngulærnar komaViðskiptalífið verður sífellt flóknara eftir því sem það verður stærra og umfangsmeira. Ef mönnum finnst eignarhald á íslenskum félögum vera óskýrt þá batnar ekki ástandið þegar erlendir fjárfestar koma til landsins með sína köngulóarvefi. Eftirfarandi tilkynning birtist um viðskipti íranska kaupsýslumannsins Roberts Tchenguiz í Existu: „Glenalla Properties Limited er að færa hlutabréf sín í Exista til dótturfélagsins Castel (Luxembourg) S.a.r.l., sem er í 100% eigu þess. Glenalla Properties er 95% í eigu Investec Trust (Guernsey) Limited fyrir hönd (e. trustee) Tchenguiz Family Trust. Robert Tchenguiz, Violet Tchenguiz og Vincent Tchenguiz eru rétthafar (e. beneficiary) sjóðsins." Dato heltist úr lestinni

Fækkað hefur um eitt blað á dönskum fríblaðamarkaði. Dato kom út í siðasta sinn í fyrradag, en hefur verið sameinað blaðinu Urban. Útgáfufélag beggja blaða er Berlinske Officin. Þar á bæ segja menn ljóst að ekki hafi verið markaður fyrir Dato sem fríblað dreift á heimili, en klárlega væri pláss fyrir blað sem dreift væri á förnum vegi og þar stæði Urban sterkt. Fjallað var um samrunann í dönskum miðlum í gær og kom þar fram ekki hafi gengið sem skyldi í auglýsingasölu hjá Dato, en útgáfu blaðsins var haldið út í um átta mánaða skeið.

Haft er eftir David Trads, ritstjóra Nyhedsavisen, sem Dagsbrún Media gefur út, að hann hafi búist við að Dato yrði lagt niður og áhrifin á Nyhedsavisen væru engin, þar á bæ héldi útgáfan áfram eftir sem áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×