Viðskipti innlent

Fleiri nafna-breytingar

Nafnabreytingar fyrirtækja er íþróttagrein sem hefur verið að færast í vöxt. Íslandsbanki varð að Glitni í fyrra og SPV breyttist yfir í Byr sparisjóð. Á dögunum tók Olíufélagið upp hið frumlega nafn N1 og Kaupþing er aftur orðið Kaupþing.

Nú styttist í að Vörður Íslandstrygging hf. breyti um nafn í kjölfar kaupa Eignarhaldsfélagsins ehf. á því.Nýja heitið liggur ekki fyrir en harla ólíklegt má telja að foreldrarnir nefni barnið VÍS. Það er ágætt fyrir atvinnurekendur að hafa gamla málsháttinn í huga að gifta fylgir góðu nafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×