Spá 4,3% verðbólgu 2. maí 2007 00:01 Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Greiningardeildir benda allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir að í þessum mánuði megi reikna með að verðhækkun þessara tveggja liða skýri um tvo þriðju hluta af spánni. Ekki sé gert ráð fyrir eins mikilli hækkun húsnæðisverðs nú og í apríl. Það kemur til af því að í útreikningi á vísitölu neysluverðs sé húsnæðisverð mælt sem þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og þannig falli út verðhækkanir á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í janúar út úr mælingunni nú. Greiningardeild Landsbankans segir á móti að fasteignamarkaðurinn hafi legið í dvala um nokkurt skeið en töluvert líf hafi verið að færast í hann upp á síðkastið. Bendir greiningardeild Kaupþings á að þessi auknu umsvif hafi valdið hækkun á fasteignaverði um 2,3 prósent á landsvísu á síðustu þremur mánuðum. Telur Kaupþing að lítið lát verði á áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði. Greiningardeildirnar benda allar á að einn af undirliðum til hækkunar á vísitölu neysluverðs séu aðgerðir stjórnvalda sem fólu í sér lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Þær segja báðar að verðlækkunin hafi skilað sér að mestu í flestum flokkum en upp á vanti að lækkunin skili sér í verðlækkun á veitingastarfsemi. Þar vega miklar launahækkanir og verðhækkun aðfanga þungt á móti. Nokkurs samhljóms gætir hvað varðar verðbólguþróun á næstu mánuðum og spá nokkuð snarpri lækkun í sumar. Hins vegar greinir þær á um hvenær verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð. Þannig segir greiningardeild Glitnis að verðbólga fari undir verðbólgumarkmið bankans á haustdögum. Muni hún aukast eftir því sem líði á árið og verði komin í 5 prósent næsta sumar. Landsbankinn gerir hins vegar ráð fyrir að verðbólgumarkmiðunum verði náð í árslok. Spáir bankinn því að tólf mánaða verðbólgan á árinu nemi 4 prósentum en að hún verði 3,7 prósent á næsta ári. Kaupþing reiknar með öllu hraðari verðbólgulækkun og gerir ráð fyrir því að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi. Muni hún hækka á ný eftir það og liggi ársverðbólgan í 4,4 prósentum. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Greiningardeildir benda allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir að í þessum mánuði megi reikna með að verðhækkun þessara tveggja liða skýri um tvo þriðju hluta af spánni. Ekki sé gert ráð fyrir eins mikilli hækkun húsnæðisverðs nú og í apríl. Það kemur til af því að í útreikningi á vísitölu neysluverðs sé húsnæðisverð mælt sem þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og þannig falli út verðhækkanir á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í janúar út úr mælingunni nú. Greiningardeild Landsbankans segir á móti að fasteignamarkaðurinn hafi legið í dvala um nokkurt skeið en töluvert líf hafi verið að færast í hann upp á síðkastið. Bendir greiningardeild Kaupþings á að þessi auknu umsvif hafi valdið hækkun á fasteignaverði um 2,3 prósent á landsvísu á síðustu þremur mánuðum. Telur Kaupþing að lítið lát verði á áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði. Greiningardeildirnar benda allar á að einn af undirliðum til hækkunar á vísitölu neysluverðs séu aðgerðir stjórnvalda sem fólu í sér lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Þær segja báðar að verðlækkunin hafi skilað sér að mestu í flestum flokkum en upp á vanti að lækkunin skili sér í verðlækkun á veitingastarfsemi. Þar vega miklar launahækkanir og verðhækkun aðfanga þungt á móti. Nokkurs samhljóms gætir hvað varðar verðbólguþróun á næstu mánuðum og spá nokkuð snarpri lækkun í sumar. Hins vegar greinir þær á um hvenær verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð. Þannig segir greiningardeild Glitnis að verðbólga fari undir verðbólgumarkmið bankans á haustdögum. Muni hún aukast eftir því sem líði á árið og verði komin í 5 prósent næsta sumar. Landsbankinn gerir hins vegar ráð fyrir að verðbólgumarkmiðunum verði náð í árslok. Spáir bankinn því að tólf mánaða verðbólgan á árinu nemi 4 prósentum en að hún verði 3,7 prósent á næsta ári. Kaupþing reiknar með öllu hraðari verðbólgulækkun og gerir ráð fyrir því að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi. Muni hún hækka á ný eftir það og liggi ársverðbólgan í 4,4 prósentum.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira