Spá 4,3% verðbólgu 2. maí 2007 00:01 Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Greiningardeildir benda allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir að í þessum mánuði megi reikna með að verðhækkun þessara tveggja liða skýri um tvo þriðju hluta af spánni. Ekki sé gert ráð fyrir eins mikilli hækkun húsnæðisverðs nú og í apríl. Það kemur til af því að í útreikningi á vísitölu neysluverðs sé húsnæðisverð mælt sem þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og þannig falli út verðhækkanir á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í janúar út úr mælingunni nú. Greiningardeild Landsbankans segir á móti að fasteignamarkaðurinn hafi legið í dvala um nokkurt skeið en töluvert líf hafi verið að færast í hann upp á síðkastið. Bendir greiningardeild Kaupþings á að þessi auknu umsvif hafi valdið hækkun á fasteignaverði um 2,3 prósent á landsvísu á síðustu þremur mánuðum. Telur Kaupþing að lítið lát verði á áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði. Greiningardeildirnar benda allar á að einn af undirliðum til hækkunar á vísitölu neysluverðs séu aðgerðir stjórnvalda sem fólu í sér lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Þær segja báðar að verðlækkunin hafi skilað sér að mestu í flestum flokkum en upp á vanti að lækkunin skili sér í verðlækkun á veitingastarfsemi. Þar vega miklar launahækkanir og verðhækkun aðfanga þungt á móti. Nokkurs samhljóms gætir hvað varðar verðbólguþróun á næstu mánuðum og spá nokkuð snarpri lækkun í sumar. Hins vegar greinir þær á um hvenær verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð. Þannig segir greiningardeild Glitnis að verðbólga fari undir verðbólgumarkmið bankans á haustdögum. Muni hún aukast eftir því sem líði á árið og verði komin í 5 prósent næsta sumar. Landsbankinn gerir hins vegar ráð fyrir að verðbólgumarkmiðunum verði náð í árslok. Spáir bankinn því að tólf mánaða verðbólgan á árinu nemi 4 prósentum en að hún verði 3,7 prósent á næsta ári. Kaupþing reiknar með öllu hraðari verðbólgulækkun og gerir ráð fyrir því að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi. Muni hún hækka á ný eftir það og liggi ársverðbólgan í 4,4 prósentum. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Greiningardeildir benda allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir að í þessum mánuði megi reikna með að verðhækkun þessara tveggja liða skýri um tvo þriðju hluta af spánni. Ekki sé gert ráð fyrir eins mikilli hækkun húsnæðisverðs nú og í apríl. Það kemur til af því að í útreikningi á vísitölu neysluverðs sé húsnæðisverð mælt sem þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og þannig falli út verðhækkanir á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í janúar út úr mælingunni nú. Greiningardeild Landsbankans segir á móti að fasteignamarkaðurinn hafi legið í dvala um nokkurt skeið en töluvert líf hafi verið að færast í hann upp á síðkastið. Bendir greiningardeild Kaupþings á að þessi auknu umsvif hafi valdið hækkun á fasteignaverði um 2,3 prósent á landsvísu á síðustu þremur mánuðum. Telur Kaupþing að lítið lát verði á áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði. Greiningardeildirnar benda allar á að einn af undirliðum til hækkunar á vísitölu neysluverðs séu aðgerðir stjórnvalda sem fólu í sér lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Þær segja báðar að verðlækkunin hafi skilað sér að mestu í flestum flokkum en upp á vanti að lækkunin skili sér í verðlækkun á veitingastarfsemi. Þar vega miklar launahækkanir og verðhækkun aðfanga þungt á móti. Nokkurs samhljóms gætir hvað varðar verðbólguþróun á næstu mánuðum og spá nokkuð snarpri lækkun í sumar. Hins vegar greinir þær á um hvenær verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð. Þannig segir greiningardeild Glitnis að verðbólga fari undir verðbólgumarkmið bankans á haustdögum. Muni hún aukast eftir því sem líði á árið og verði komin í 5 prósent næsta sumar. Landsbankinn gerir hins vegar ráð fyrir að verðbólgumarkmiðunum verði náð í árslok. Spáir bankinn því að tólf mánaða verðbólgan á árinu nemi 4 prósentum en að hún verði 3,7 prósent á næsta ári. Kaupþing reiknar með öllu hraðari verðbólgulækkun og gerir ráð fyrir því að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi. Muni hún hækka á ný eftir það og liggi ársverðbólgan í 4,4 prósentum.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira