Viðskipti innlent

Karatekempa í sigurliðið

Eins og allir vita eru langhlaup talin til mestu dyggða hjá starfsmönnum Glitnis og bankinn verið meðal styrktaraðila Reykjavíkurmaraþons auk maraþonhlaupa í stórborgunum Osló í Noregi og Lundúnum í Bretlandi.

Bjarni Ármannsson er þekktur hlaupagarpur og lagt mikið af mörkum til að hvetja starfsmenn og almenning til að hlaupa. Nýr forstjóri bankans, Lárus Welding, verður örugglega beittur félagslegum þrýstingi á nýjum vinnustað að hlaupa maraþon á þessu ári en fyrir þá sem ekki vita er hann með svarta beltið í karate. Nema náttúrlega að bankinn slái í gegn með stuðningi við alþjóðleg karatemót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×