Mannréttindi eiga að vera kosningamál Toshiki Toma skrifar 4. maí 2007 06:00 Áherslumál í kosningum eru að sjálfsögðu þeir punktar sem hver flokkur telur mikilvæga og tímabært að ræða í kosningabaráttunni. En sum málefni verða sjaldan áherslumál í kosningum, þótt menn telji þau mikilvæg. Slík mál eru t.d. mannréttindamál, friðarmál, flóttamannamál eða jafnréttismál minnihlutahópa í samfélaginu. Þetta er kannski vegna þess að beinir hagsmunaaðilar málaflokkanna eru ekki margir og stjórnmálaflokkarnir einblína á stærri markað, s.s. almenna kjósendur. Þetta þýðir alls ekki að mannréttindamál eða jafnréttismál minnihlutahópa séu lítils virði eða að þau eigi ekki erindi við meirihlutann, því mannréttindahugtakið er jú grundvöllurinn að uppbyggingu nútíma samfélags og án þeirra mun samfélagið fara villur vegar. Ég tel því mikilvægt og nauðsynlegt að kosningastefna og áherslumál í kosningum almennt endurspegli mannréttindahugsjónina og tillitssemi við minnihlutahópa í samfélaginu, þótt þau atriði birtist ekki á beinan og skýran hátt. Ef maður getur ekki séð nein merki um mannréttindahugsjónina í tiltekinni stefnu, verður að álykta sem svo að viðkomandi stefna hafi verið búin til fyrir tiltekin hagsmunahóp sem er annaðhvort í valdastöðu eða meirihluta. Nú langar mig til að vitna í stefnu VG um innflytjendamál sem dæmi. Nefnd Evrópuráðs gegn kynþáttafordómum og mismunun (ECRI) er eins konar „vakt“ um mannréttindamál. Hún birti skýrslu sína í febrúar sl., en í henni eru ábendingar um stöðu Íslands í mannréttindamálum innflytjenda ásamt tilmælum til úrbóta, t.d. að tryggja og efla starfsemi frjálsra mannréttindasamtaka að setja raunhæf lög gegn kynþáttafordómum og mismunun, að breyta reglum um tímabundin atvinnuleyfi sem nú eru bundin við atvinnurekendur, að tryggja réttindi erlendra kvenna og barna, að endurskoða 24 ára reglu í lögum um útlendinga, að hvetja innflytjendur til að taka þátt í kosningum. Það eru fleiri áhugaverð atriði í skýrslunni sem ekki verða talin hér. Málið er að næstum allar ábendingar ECRI og tilmæli til úrbóta sjást í stefnu VG. Ekki vegna þess að VG hafi haft skýrslu ECRI til hliðsjónar, heldur reyndist flokkurinn einfaldlega deila hugmyndafræði ECRI. Þess vegna leyfi ég mér að fullyrða að stefna VG t.d. í innflytjendamálum sé stefna sem byggir á mannréttindum. Að lokum vil ég biðja lesendur um að muna að við lifum ekki á miðöldum, þegar mismunandi lög giltu fyrir ólíka samfélagshópa. Hér eru bara ein lög og allir eiga að vera jafnir fyrir þeim. En sú staðreynd að hér séu ein lög þýðir ekki að „framkvæmd laganna“ sé ekki mismunandi eftir því hvort um mann í valdastöðu er að ræða eða alþýðumann. Framkvæmd laganna er líka mikilvæg fyrir mannréttindi okkar. Hugsum málið og kjósum viturlega!Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áherslumál í kosningum eru að sjálfsögðu þeir punktar sem hver flokkur telur mikilvæga og tímabært að ræða í kosningabaráttunni. En sum málefni verða sjaldan áherslumál í kosningum, þótt menn telji þau mikilvæg. Slík mál eru t.d. mannréttindamál, friðarmál, flóttamannamál eða jafnréttismál minnihlutahópa í samfélaginu. Þetta er kannski vegna þess að beinir hagsmunaaðilar málaflokkanna eru ekki margir og stjórnmálaflokkarnir einblína á stærri markað, s.s. almenna kjósendur. Þetta þýðir alls ekki að mannréttindamál eða jafnréttismál minnihlutahópa séu lítils virði eða að þau eigi ekki erindi við meirihlutann, því mannréttindahugtakið er jú grundvöllurinn að uppbyggingu nútíma samfélags og án þeirra mun samfélagið fara villur vegar. Ég tel því mikilvægt og nauðsynlegt að kosningastefna og áherslumál í kosningum almennt endurspegli mannréttindahugsjónina og tillitssemi við minnihlutahópa í samfélaginu, þótt þau atriði birtist ekki á beinan og skýran hátt. Ef maður getur ekki séð nein merki um mannréttindahugsjónina í tiltekinni stefnu, verður að álykta sem svo að viðkomandi stefna hafi verið búin til fyrir tiltekin hagsmunahóp sem er annaðhvort í valdastöðu eða meirihluta. Nú langar mig til að vitna í stefnu VG um innflytjendamál sem dæmi. Nefnd Evrópuráðs gegn kynþáttafordómum og mismunun (ECRI) er eins konar „vakt“ um mannréttindamál. Hún birti skýrslu sína í febrúar sl., en í henni eru ábendingar um stöðu Íslands í mannréttindamálum innflytjenda ásamt tilmælum til úrbóta, t.d. að tryggja og efla starfsemi frjálsra mannréttindasamtaka að setja raunhæf lög gegn kynþáttafordómum og mismunun, að breyta reglum um tímabundin atvinnuleyfi sem nú eru bundin við atvinnurekendur, að tryggja réttindi erlendra kvenna og barna, að endurskoða 24 ára reglu í lögum um útlendinga, að hvetja innflytjendur til að taka þátt í kosningum. Það eru fleiri áhugaverð atriði í skýrslunni sem ekki verða talin hér. Málið er að næstum allar ábendingar ECRI og tilmæli til úrbóta sjást í stefnu VG. Ekki vegna þess að VG hafi haft skýrslu ECRI til hliðsjónar, heldur reyndist flokkurinn einfaldlega deila hugmyndafræði ECRI. Þess vegna leyfi ég mér að fullyrða að stefna VG t.d. í innflytjendamálum sé stefna sem byggir á mannréttindum. Að lokum vil ég biðja lesendur um að muna að við lifum ekki á miðöldum, þegar mismunandi lög giltu fyrir ólíka samfélagshópa. Hér eru bara ein lög og allir eiga að vera jafnir fyrir þeim. En sú staðreynd að hér séu ein lög þýðir ekki að „framkvæmd laganna“ sé ekki mismunandi eftir því hvort um mann í valdastöðu er að ræða eða alþýðumann. Framkvæmd laganna er líka mikilvæg fyrir mannréttindi okkar. Hugsum málið og kjósum viturlega!Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun