Viðskipti innlent

Skrifað um glaumgosann

Nýfallinn dómur yfir forsvarsmönnum Baugs hefur vakið heldur minni athygli í erlendum fjölmiðlum en einhver kynni að hafa vænt. Þannig er töluvert meira fjallað um yfirtökutilboð Baugs í hlutabréf Mosaic Fashions og mögulega afskráningu af markaði.

Berlingske Tidende gerði þó dóminn að umfjöllunarefni og titlaði Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra Baugs „viðskiptamann og glaumgosa“ í fyrstu málsgrein og minnti á að í Danaveldi væri hann helst þekktur fyrir kaupin á Magasin, Illum, Merlin og Keops.

Þá er í niðurlaginu áréttað að Jón Ásgeir sé stórtækur víðar, í Bretlandi hafi hann fest kaup á margfalt stærri verslanakeðjum en Magasin hinu danska, „á líkan máta og meðalmaðurinn keypti sér ís“. Spurning hvort þar sé fjárfestingarstefna vænleg til árangurs, eða hvort skrifin kunni að vera lituð af einhverjum fordómum?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×