Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Ekki amaleg ávöxtunÁrsskýrsla Bakkavarar Group, sem barst til hluthafa í vikunni, er fróðleg lesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á íslenskum fyrirtækjum og ekki síst landvinningum Bakkavarar erlendis. Vöxtur félagsins hefur verið ótrúlegur þótt ekki sé fastar að orði kveðið. Þegar félagið fór í hlutafjárútboð vorið 2000 skráðu sig yfir tíu þúsund manns fyrir hlutabréfum á genginu 5,5 sem gaf markaðsverðmætið 2,75 milljarða króna. Sjö árum síðar stendur gengið í 68,2 sem er um 1.140 prósenta hækkkun frá útboðsgengi. Útboðsskammturinn er farinn úr 21.725 krónum í 269.390 krónur. Markaðsvirði Bakkavarar stendur nú í 147 milljörðum og velti félagið yfir 150 milljörðum króna á síðasta ári. Níutíu prósenta mætingÍ ársskýrslunni er að finna forvitnilegar upplýsingar um stjórnarhætti Bakkavarar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnarmenn hafi mætt að meðaltali á 91 prósent þeirra fjórtán stjórnarfunda sem haldnir voru á síðasta ári. Þá var hundrað prósenta mæting á fundi starfskjaranefndar og endurskoðunarnefndar sem hluti stjórnarmanna sitja í. Þar er einnig að finna tíu ástæður þess af hverju menn ættu að kaupa bréf í Bakkavör. Ein ástæðan er sú að Bakkavör skiptir við sjö af tíu stærstu smásölum heims sem taka æ stærri skerf á ört vaxandi matvörumarkaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×