Viðskipti innlent

Hvar vinnur Jón Karl?

Eins og kemur fram á síðunni hefur Icelandair Group undirritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkeska flugfélaginu Travel Servie. Á blaðamannafundi Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa varð Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, það á í messunni að nefa Icelandic Group þegar hann ætlaði að segja Icelandair Group.

„Þetta hefur auðvitað gríðarleg áhrif á stærð Icelandic Group," varð honum að orði. Forstjórinn hefur sjálfur orðið illilega fyrir barðinu á nafnabrengli á síðum blaðanna því hann er oft rangfeðraður sem Helgason.

Fyrirmynd fundin í Skotlandi

Í haust ætlar Castlebrae framhaldsskólinn í Edinborg í Skotlandi að nota hluta sinn af 1,5 milljóna punda styrk (nálægt 190 milljónum íslenskra króna) fjárfestisins Sir Tom Hunter til skoska skólakerfisins í að efla starfsnám. Sir Tom hefur látið til sín taka í fjárfestingum hér.

The Scotsman greinir frá ánægju fjárfestingastofnunar hans, The Hunter Foundation, með að styrkurinn skuli nýtast til að bjóða nemendum nám við hæfi. Hér hefur líka verið rætt um nauðsyn þess að bæta hlut starfsnáms við hlið bóknáms. Spurning hvort í Skotlandi sé fundin fyrirmynd að átaki í þeim málum hér, með aðkomu auðmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×