Viðskipti innlent

Fyrirhyggjan í fyrirrúmi

Sumir glottu við þegar fréttist af því að danski milljarðamæringurinn og skipakóngurinn Mærsk McKinney-Möller hefði pantað sér skútu í fyrra. Smíðin átti að taka tvö til þrjú ár og þótti einhverjum Mærsk fullbjartsýnn. Hann er jú fæddur árið 1913, fagnar 94 ára afmæli í júlí og yrði ansi nálægt tíræðisaldrinum þegar skútan yrði afhent.

Ekki er þó vitað til þess að efri aldursmörk séu á ævintýraferðum á hafi úti. Tvær grímur virðast engu að síður nú hafa runnið á gamla því samkvæmt heimildum Markaðarins hefur hann dregið pöntunina á skútunni til baka. Vilji hann finna hressandi andvara leika sér um vanga við siglingu úr smábátahöfninni ætti honun hins vegar að vera hægur leikur að leigja sér bát.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×