Viðskipti innlent

Dýrt að vera nýrík

Viðskipta- og hagfræðingum gengur illa að spara peningana sem þeir þéna, sérstaklega þeim sem yngri eru. Ný könnun Félags viðskipta- og hagfræðinga, sem sagt er frá í Markaðnum í dag, gefur til kynna að stór hluti þessa hóps treysti sér alls ekki til að leggja meira en tíu þúsund krónur fyrir á mánuði.

Þeir sem leggja fyrir meira en fimmtíu þúsund krónur á mánuði eru sjaldséðir hvítir hrafnar. Engan skyldi undra. Að þurfa að fylgja lífsstíl þeirra sem fé eiga í raun er ekkert grín. Upphækkaðir jeppar, nýuppgerðar íbúðir, laxveiðiferðirnar, svo ekki sé talað um allar golfferðirnar til útlanda... Allt telur þetta sinn toll sem kemur beint niður á sparnaðnum. Það er dýrt að vera nýríkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×