Gaspur Gríms Atlasonar 23. maí 2007 06:00 Grímur Atlason bæjarstjóri Bolungarvíkur skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. maí sl. sem er full af rangfærslum og öfugmælum um íslenska kvótakerfið og virðist sem bæjarstjórinn hafi ekki kynnt sér þróun mála í sjávarútvegi með neinum hætti. Í fyrsta lagi fullyrðir bæjarstjórinn að kvótakerfið hafi leitt af sér aukna verðmætasköpun. Þessi fullyrðing er röng þar sem glæný skýrsla Hagstofu Íslands sýnir að verðmæti íslensks sjávarfangs hefur lækkað um á þriðja tug milljarða árlega á síðasta áratug, á verðlagi þessa árs. Á sama tíma hafa skuldir útgerðarinnar margfaldast. Ekki er að sjá að skuldirnar hafi komið til vegna fjárfestinga í greininni þar sem ekki hefur orðið eðlileg endurnýjun í togaraflota landsmanna og hefur hann elst mjög. Grímur Atlason fullyrðir enn fremur að frelsi í sjávarútvegi hafi aukist og að afskipti hins opinbera hafi minnkað! Þessar órökstuddu fullyrðingar Gríms Atlasonar eru með ólíkindum þar sem það er nákvæmlega ekkert frelsi í greininni og nánast allar veiðar eru rígnegldar niður í kvóta og algerlega girt fyrir að nýliðar geti hafið rekstur. Hið opinbera ver síðan gífurlegum fjárhæðum í að hafa eftirlit og ýmis afskipti af sjómönnum. Eftirlitskostnaðurinn er nokkur hundruð þúsund krónur á hvern íslenskan sjómann. Kvótakerfið hvetur til svindls og brottkasts. Þrátt fyrir gífurlegt og síaukið eftirlit er milljarða svindl í kerfinu að mati fiskistofustjóra en það upplýsti hann í nýlegum Kompásþætti, svindl sem er á allra vitorði sem þekkja til sjávarútvegsins. Það er mikið áhyggjuefni að forsvarsmaður sjávarbyggðar skuli geysast fram á ritvöllinn með vafasamar fullyrðingar um einhverja nútímavæðingu atvinnugreinar sem er þjökuð af vondu kvótakerfi sem særir sjávarbyggðirnar, framþróun útvegsins og réttlætiskennd almennings. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram tillögur um hvernig eigi að komast út úr núverandi pattstöðu byggðanna og fela þær m.a. í sér að gefa eitthvert frelsi til sjósóknar á minni bátum. Fyrir ábyrga sveitarstjórnarmenn í sjávarbyggðunum er bara eitt að gera, þ.e. taka undir tillögur Frjálslynda flokksins, a.m.k. ef þeir vilja stuðla að áframhaldandi byggð í sjávarbyggðunum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Grímur Atlason bæjarstjóri Bolungarvíkur skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. maí sl. sem er full af rangfærslum og öfugmælum um íslenska kvótakerfið og virðist sem bæjarstjórinn hafi ekki kynnt sér þróun mála í sjávarútvegi með neinum hætti. Í fyrsta lagi fullyrðir bæjarstjórinn að kvótakerfið hafi leitt af sér aukna verðmætasköpun. Þessi fullyrðing er röng þar sem glæný skýrsla Hagstofu Íslands sýnir að verðmæti íslensks sjávarfangs hefur lækkað um á þriðja tug milljarða árlega á síðasta áratug, á verðlagi þessa árs. Á sama tíma hafa skuldir útgerðarinnar margfaldast. Ekki er að sjá að skuldirnar hafi komið til vegna fjárfestinga í greininni þar sem ekki hefur orðið eðlileg endurnýjun í togaraflota landsmanna og hefur hann elst mjög. Grímur Atlason fullyrðir enn fremur að frelsi í sjávarútvegi hafi aukist og að afskipti hins opinbera hafi minnkað! Þessar órökstuddu fullyrðingar Gríms Atlasonar eru með ólíkindum þar sem það er nákvæmlega ekkert frelsi í greininni og nánast allar veiðar eru rígnegldar niður í kvóta og algerlega girt fyrir að nýliðar geti hafið rekstur. Hið opinbera ver síðan gífurlegum fjárhæðum í að hafa eftirlit og ýmis afskipti af sjómönnum. Eftirlitskostnaðurinn er nokkur hundruð þúsund krónur á hvern íslenskan sjómann. Kvótakerfið hvetur til svindls og brottkasts. Þrátt fyrir gífurlegt og síaukið eftirlit er milljarða svindl í kerfinu að mati fiskistofustjóra en það upplýsti hann í nýlegum Kompásþætti, svindl sem er á allra vitorði sem þekkja til sjávarútvegsins. Það er mikið áhyggjuefni að forsvarsmaður sjávarbyggðar skuli geysast fram á ritvöllinn með vafasamar fullyrðingar um einhverja nútímavæðingu atvinnugreinar sem er þjökuð af vondu kvótakerfi sem særir sjávarbyggðirnar, framþróun útvegsins og réttlætiskennd almennings. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram tillögur um hvernig eigi að komast út úr núverandi pattstöðu byggðanna og fela þær m.a. í sér að gefa eitthvert frelsi til sjósóknar á minni bátum. Fyrir ábyrga sveitarstjórnarmenn í sjávarbyggðunum er bara eitt að gera, þ.e. taka undir tillögur Frjálslynda flokksins, a.m.k. ef þeir vilja stuðla að áframhaldandi byggð í sjávarbyggðunum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun